Borgfirðingabók - 01.12.2016, Blaðsíða 43
43
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
Þessar Gunnur og Guðrúnar voru allt ein og sama manneskjan, og
var ekki að orðlengja það, að hún og Þórður leystu verkið vel af hendi.
Haldin var ein æfing í Breiðabliki, og síðan var verkið sýnt. Sú sýning
tókst vel. Húsfyllir varð, og leikendunum var klappað mikið lof í lófa.
Þetta er í eina skiptið sem leikdeildin hefur farið í leikferð með leik rit
í fullri lengd.
Þeir sem standa á sviðinu fá lófaklappið, en leikmyndarsmiðirnir, tækni-
liðið og aðrir sem vinna hin „ýmsustu” störf baksviðs, eru ekki síður
mikilvægir. Mikilsvert er að hafa átt hann Jón á Einifelli að. Auk þess að
vera prýðisgóður leikari, hefur hann leyst margan vandann þegar vantað
hefur sérhæfða leikmuni.
Í „Syni skóarans og dóttur bakarans“ kemur rauðmagakippa við
sögu, og af skiljanlegum ástæðum var ekki hægt að hafa rauðmagana
ekta. Það var leitað til Jóns, og hann bjó til svo flotta rauðmaga, að þeir
þóttu „betri en fyrirmyndin í sjónum“! Þessir rauðmagar eru í vörslu
leik deildarinnar og eru eins og nýveiddir, þótt æði margir séu búnir að
hand leika þá.
Eða Guðbrandsbiblían, sem Jón bjó til fyrir „Ættarmótið!“ Sú var nú
ekkert venjuleg!
Það var gott innlegg í jafnréttisumræðuna þegar Leikdeildin sýndi verk-
ið „Hvað er í Blýhólknum?“ Ekki leit þó vel út með uppsetninguna í
fyrstu, því við sjálft lá að ekki tækist að manna öll hlutverkin. Það var
þá sem ég gerði mér ferð að Hamraendum, gagngert til þess að suða í
Inger að koma og vera með. Eftir talsvert miklar fortölur bjó hún sig
og kom með mér á æfingu, og ef ég man rétt, var leikstjórinn búinn
að skipa hana í aðal-kvenhlutverkið áður en kvöldið var liðið. Þetta
var náttúrlega ansi stór biti fyrir byrjanda, og ég hefði átt að skamm ast
mín fyrir ágengnina. Ég gerði það samt ekki, því þarna var Inger svo
greinilega á réttri hillu. Leikdeildinni bættist úrvals liðsmaður, sem átti
eftir að gera marga góða hluti á sviðinu í Þinghamri. Með leik sínum í
„Blýhólknum” sló hún strax í gegn.
Uppsetningin á „Blýhólknum“ var að ýmsu leyti nýstárleg. Þá voru
smíð aðir pallarnir, sem voru framlenging af sviðinu út í sal sitt hvoru
megin. Þeir gáfu nýja möguleika, og hafa oft verið notaðir síðan. – Á