Borgfirðingabók - 01.12.2016, Blaðsíða 263
263
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
HVAÐ VAR FRAMLEITT ÞAR?
Vaðmálsframleiðsla var mikil á þjóðveldisöld og var vaðmálið helsti
gjaldmiðill og útflutningsvara. Prjón barst til landsins um miðja 16. öld
og markaði það tímamót við framleiðslutækni smærri plagga. Hirðusemi
og kunnátta í meðferð ullar virðist samt sem áður hafa hnignað. Það er
ekki fyrr en tveimur öldum síðar sem önnur kaflaskil í tækni verða,
þ.e. með stofnun vefsmiðja Innréttinganna. Ný áhöld voru flutt inn til
ullar vinnslu á vegum Innréttinganna: Ullarkambar með stuttum bogn-
um vír tönnum, stundum nefndir körrur, langtenntir kambar, sumir
með tvöfaldri röð tinda, hand- og fótknúnir spunarokkar, vefstólar með
láréttri uppistöðu (áður notaðir kljásteinsvefstólar sem þurfti að standa
við) og ýmis smærri áhöld og stærri sem nauðsynleg þóttu í klæða- og
taugerð. Jafnframt var reist þófaramylla í Elliðaárdal og litunarhús sem
byggði starfsemina á erlendum efnum.9
Í bókhaldi Innréttinganna er að finna bókhald fyrir Vefsmiðjuna að
Leirá fyrir árin 1751-1754. Ef skoðuð er tekjuhlið þess má sjá hvaða
vörur voru seldar frá vefsmiðjunni á tímabilinu:
Indtægt for Toy Fabriqven er det 1te aar 1751 intet indkommet.
Det 2det og 3die summa for indtægt er 751rd og 95 sk og summa for
det 4die aar er 678rd og 94sk. stoff som ble solgt: Serge, Flonell, Filt,
Kersey, Rask, Bay, Stoff, Machey.10
Ef lesið er úr tölunum kemur í ljós að ekki er um sölu að ræða árið 1751,
en fyrir árin 1752-1753 sem tekin eru saman, er salan 751 ríkisdalir og
95 skildingar, en árið 1754 er salan 678 ríkisdalir og 94 skildingar. Dýr-
ast var Serge sem kostaði 32 skildinga alinin, næst kom Kersey og Flon-
ell á 30 skildinga alinin, Machey á 26 skildinga, Stoff, Filt og Rask á 24
og ódýrast Bay á 20 skildinga. Langmest var selt af Kersey eða 1495 al in
þessi þrjú ár. Ef skoðuð eru gjöldin er mestur kostnaður vegna kaupa á
ull 236 rd., spunnu garni 802 rd. og ferða- og launakostnaður (í 3 ár)
til Ritt ers, alls 473 rd., gjöldin samtals fyrstu 3 árin 2058 rd. og 66 sk.
og 1327 rd. og 68 sk. fyrir árið 1754, en þar eru 1000 rd. í „folkelön
og videre omkostninger samt uld“, þ.e. laun og ull.11 Hluthöfum hafði
9 Áslaug Sverrisdóttir, „Tóskapur. Ullarvinna í bændasamfélaginu“, bls. 201-202
10 Lbs. 81. fol. Regnskaber for de nye Indretninger i Island for Aarene 1752-59 samt
General-Regnskab for samme Tidsrum, aflagt 1760, bls. 79-81
11 Lbs. 81. fol. Regnskaber for de nye Indretninger i Island for Aarene 1752-59 samt
General-Regnskab for samme Tidsrum, aflagt 1760, bls.79-81