Borgfirðingabók - 01.12.2016, Blaðsíða 227
227
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
hóls lögnin, hafi náð lengra en rétt út fyrir þessar einu leifar virkisveggjarins
sem nú eru fundnar. Fjölþætt verk á bæjarhólnum virðast hafa verið
unnin svo til samtímis. Bygging húss og lögn út fyrir virkisvegg eftir
niðurrif hans á 2-3 m kafla hlutu þó að hafa forgang áður en vetur gengi
í garð. Stutt var í tilraunalögnina sem virðist hafa staðist væntingar um
flutning gufunnar enda hlýtur góður árangur þeirrar tilraunar að hafa
verið forsenda frekari virkjunar hennar, sbr. 12. mynd , punktalína a,b,c.
Telja verður að ætlunin hafi verið að tengja hólslögnina við tilrauna-
lögnina.
HLEÐSLUSNIÐ Í GAFLVEGG
1.11.1. Hleðslusnið hefur verið notað við gerð vestasta hluta hóls lagn-
ar innar á um 1,7 m löngum kafla þar sem hún tengist hellulagða hús-
grunninum, helluhúsinu. Þar myndar hún um 0,17 m breiða og allt að
0,25 m djúpa rás en yfir þessum hluta voru engar hellur.37 Svo er að sjá
að tvo steina vanti í hleðsluna og að hún hafi ekki að neinum hluta verið
þétt með leir þannig að vinna við hana virðist hafa verið nýhafin. Vegna
sérstöðunnar og frekari umfjöllunar verður þessi hluti hér eftir kallaður
veggjar lögn. (3. mynd, merkt g og stækkun í ramma merkt G). Þessum
stutta hluta lagnarinnar virðist hafa verið ætlað að þola meiri þunga en
megin hlutanum sem áður er lýst. Ætla má að austurgafl helluhússins
hafi átt að koma þarna en algeng þykkt torfveggja neðst var talin vera
um 1,8 m.38
Hleðslusnið hólslagnarinnar var gert á sama hátt og í tilraunalögn-
inni, sbr. 1.8.1.39
1.11.2. Fyrir innan þennan ætlaða gaflvegg og veggjarlögnina er tengsl-
um hólslagnarinnar og hellulagða húsgrunnsins, helluhússins og M12,
lýst þannig: „Vestasti hlutinn er um 2,5 m langur rani sem mjókkar
nið ur í minnst 0,25 m og stoppar rúmlega 1 m austan við hellulagða
hús ið, M12.“40 (3. mynd, merkt i). Yfir þessum rana hljóta að hafa verið
nægi lega stór ar hellur en eftir að þær munu hafa verið teknar og lík lega
37 Guðrún Sveinbjarnardóttir 2003, bls.14-15, sbr. 2012, bls. 80.
38 Guðmundur Hannesson MCMXLIII, bls. 63.
39 Þorkell Grímsson og Guðmundur Ólafsson 1987, bls. 112-113.
40 Guðrún Sveinbjarnardóttir 2002, bls. 14, sbr. 2012, bls. 79.