Borgfirðingabók - 01.12.2016, Page 222
222
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
vegna skorts á hentugum steinum, of mikil vinna hafi verið talin að
höggva þá til eða þá að báðar þessar ástæður hafi komið til.27 Þessi steinn
hefur legið á hillu í geymslu Þjóðminjasafns Íslands og ber þar númerið
10584.
Sérstaða þessa tilhöggna leiðslusteins úr geyserite gæti vegna uppruna,
mannaverka, tilgangs og sögu verið slík að hann mætti teljast með
merkari fornminjum, hér eftir er hann því nefndur Reykholtssteinn.
TILRAUNALÖGN
1.8.1. Hafi komið upp vafi um ætlaða upphaflega aðferð við gerð lagn-
arinnar hefði legið beint við að kanna aðra tiltæka möguleika með
sérstakri tilraunalögn. Líkur eru til að lengri gufulögnin, sem talin
er liggja frá Skriflu í áttina að bæjarhólnum, hafi verið gerð í slíkum
tilgangi. Hún fannst árið 1964 og var rannsökuð þá og aftur árið 1984,
er talin um 80 m löng og endar í þurru og þokkalegu barði á augljósum
enda punkti (6. mynd). Eftir skýrslu rannsakenda fundust engin mann-
virki eða leifar þeirra sem gætu bent til notkunar gufunnar.28 Ekki er
vit að til að áður hafi verið reynt að flytja gufu með sambærilegum hætti
og því má ætla að talið hafi verið rétt að kanna málið með tilraunalögn
sem lögð væri í átt að bæjarhúsum og hana mætti því nýta síðar ef hún
reynd ist vel. Tvær aðferðir virðast aðallega hafa verið notaðar við gerð
þess arar ætluðu tilraunalagnar. Þeim hafa hér verið gefin nöfn til að auð-
velda umfjöllunina. Rásarsnið er rás í þétt undirlag sem síðan er þakið
yfir með hellum (7. mynd) en nokkur lítils háttar frávik eru á þessu
sniði í rásinni og einnig er mismunandi frágangur á yfirhellunum. En
í hleðslu sniðinu (8. mynd) er vel löguðum ferningslaga steinum raðað
sam hliða á sléttan þéttan flöt með rás milli raða og yfir hana eru síðan
lagðar hellur.29 Sérstaklega er eftirtektarvert að þétt hefur verið vel yfir
allar gerðir þessarar fjölbreyttu tilraunalagnar með dágóðu lagi af leir
sem ýmist er sagður gulhvítur leir, hveraleir eða mógulur leir. Að mati
rann sak enda var þétting og frágangur þannig að gufan hefði ekki átt að
geta slopp ið út.30 Þetta mun vera fyrsta og þá jafnframt elsta gufulögn
27 Þorkell Grímsson 1960, bls. 44-45.
28 Þorkell Grímsson og Guðmundur Ólafsson 1988, bls. 110.
29 Þorkell Grímsson og Guðmundur Ólafsson 1988, bls. 102-114.
30 Þorkell Grímsson og Guðmundur Ólafsson 1988, bls. 108-114.