Borgfirðingabók - 01.12.2016, Blaðsíða 68
68
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
og norður og vesturlands hinsvegar. Gistum við í þrjár nætur á Húsafelli
en rið um til fjalla að deginum. Var ég vitanlega með Brún í þeirri ferð.
Síð ustu nóttina sem við gistum að Húsafelli hvarf Brúnn frá hestunum,
fannst hvergi, bjóst ég þá við eins og síðar kom á daginn að honum hefði
verið farið að leiðast þetta slór og tekið til sinna ráða og haldið í áttina
heim. Á Rauðsgilseyrum sást brúnn hestur einn síns liðs. Þótti mér gott
að hitta Brún aftur og ríða honum niður Reykholtsdalinn, því víst var að
ekki var níðst á honum á Skúlaskeiði. Hjá Grímsstöðum í Reykholtsdal
var Lárus Jónsson, sérstakur hestamaður og dýravinur að binda hey rétt
við veg inn, ekki meira en fimm metra frá veginum. Ég kastaði kveðju á
Lárus, sem hann og svaraði. Við Lárus vorum nokkuð kunnugir, hafði
ég oft heimsótt hann í Barð, býli sem er í Grímsstaðalandi. Við höfðum
ver ið saman í fjárréttum í tugi ára og enn víðar hafði fundum okkar
bor ið saman.
Nokkru eftir þetta hitti Lárus Vilhjálm bónda á Tungufelli í Lundar-
reykjadal og segir honum að einn tiltekinn dag hafi maður riðið niður
Reyk holtsdal á brúnum hesti og hafi hann ekki þekkt manninn en hest-
ur inn hafi gengið betur en hann hafi áður séð á Reykholtsvegi. Vil-
hjálmur gat upplýst málið eftir hestalit og öðrum upplýsingum og kom
það allt heim, enda vorum við Vilhjálmur sveitungar þá, bæði fyrr og
síðar.
Annað atvik þessu líkt kom fyrir að Lundi í Lundarreykjadal nokkr-
um árum síðar. Jarðarför átti að fara fram að Lundi. Þegar ég kom voru
all margir gestir mættir og voru á hlaðinu og í kringum bæinn. Ég hleypti
þá Brún á fulla ferð beint á Hofbrekkuna, vestan við gamla fjósið og er
hún þar allbrött. En Brúnn var vel með farinn og létt um hlaupið. Gerði
ég þetta til þess að geta hýst hestana mína, þar sem aðrir ekki létu inn
sína hesta. Taldi ég það hættuminna ef ég yrði ekki fyrstur á stað aftur.
Heima á hlaðinu spurði hver annan um hver það myndi vera sem ætlaði
að láta hesta sína í Hofhúsin, en svarið vafðist fyrir og var þarna þó
sjálfur Vilhjálmur á Tungufelli, sem var glöggur á menn og hesta, hann
hafði leyst úr vandanum fyrir Lárus í Barði eins og fyrr er getið en nú
brást honum bogalistin.
Haustið 1928 þegar við Árni Pálsson komum af Kaldadal, flutti ég
hann á Ferjuklöppina hjá Hvítárvöllum nálægt þar sem nú stendur
Hvít ár vallaskálinn en þá var Hvítárbrúin í smíðum og Árni yfirverk fræð-
ingur við brúargerðina. Þegar við komum á Hvítárvallaásinn, þar sem
fyrst sést til mannaferða úr þeirri átt, heiman að frá Hvítárvöllum, vildi