Borgfirðingabók - 01.12.2016, Page 228
228
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
endur notaðar efst í stöplana í M12 hafa kantar þessarar grunnu rásar
geng ist niður. Ónotuð „Hrúga af hverasteinum“ (727) sem var í ná-
grenni ranans benda til að þarna hafi sitthvað verið óklárað.41 Yfirhellur
vant aði á veggjar lögnina og við austurenda helluhússins gæti hafa átt
að koma forskáli.42 Raninn virðist vera af sömu gerð og rásarsniðið í
til rauna lögninni en þó mun breiðari að hluta.43 Gufan virðist hafa átt
að dreifast vel út frá honum um allt gólfið á milli steinanna, undir torfi
sem senni legu gólfefni, og að lokum út um ætlaðan háf á miðju gólfi.
Húsið hefði þá getað fengið eins konar geislahitun frá gólfi sambæri-
lega við hypocaust.
HYPOCAUST HITUNARKERFIÐ
1.12.1. Rómverjar höfðu löngu fyrr hitað vatn í böð sín með eldstæðum
sem höfð voru utan veggja en vatnsþrær, sem voru inni, lágu að vegg
eldstæðanna. Síðan þróaðist þessi aðferð þannig að heitur reykurinn var
notaður til að hita upp íveruhús. Þá var hann leiddur um holrúm undir
gólfum og síðan upp og út í rörum eða öðrum holrúmum í veggjum.
Talið er að þessi aðferð, hypocaust, hafi verið endurhönnuð af Rómverjum
fyrir liðlega 2000 árum og hafi verið þróuð úr hitunarkerfum sem
munu hafa verið notuð í Grikklandi og líklega víðar. Hún var notuð
í varðstöðvum og baðhúsum þeirra norðan og vestan Alpafjalla og í
Englandi. Auðmenn þeirra tíma notuðu hana einnig í íbúðarhúsum
sínum, einkum á norðlægum svæðum.44
Lausleg þýðing á grísk-rómverska orðinu hypocaust er gólfhitun með
eldi.
AFBRIGÐI HYPOCAUST
1.13.1. Hypocaust mun hafa verið þekkt og notað í Danmörku að
einhverju leyti fram á miðaldir og þekkt dæmi var í Kaupmannahöfn
á sext ándu öld. Þar er fyrst getið um einfaldari og ódýrari afbrigði
hypocaust, en mun lakari að gæðum, í lok tólftu aldar, og í Svíþjóð,
Finn landi og á fleiri svæðum við Eystrasalt þegar liðið var á þrettándu
41 Guðrún Sveinbjarnardóttir 2002, bls. 15, sbr. 2012, bls. 80.
42 Guðmundur Hannesson MCMLIII, bls. 83, 95-97.
43 Þorkell Grímsson og Guðmundur Ólafsson 1987, bls. 102.
44 http://www.britannica.com/EBchecked/topic/279869/hypocaust