Borgfirðingabók - 01.12.2016, Blaðsíða 189
189
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
Christianssæde24 svo góður að láta mig hafa góðan hitamæli. Ég mun
við fyrsta tækifæri kunna að mæla fleiri hveri.
Skýrslan, dagsett 5. júlí 1821, var send til Christian Ørsted25 hjá Vísinda-
félaginu.
FYRSTA BORGFIRSKA MÆLIRÖÐIN
Elstu reglulegu veðurathuganir sem vitað er um í Borgarfjarðarsýslu
voru gerðar af Halldóri Einarssyni sýslumanni í Krossholti á Akranesi26.
Þær röt uðu til Vísindafélagsins danska, gerðar frá 1. desember 1835 til
31. júlí 1837. Ekki er vitað hvort Halldór hélt athugunum áfram síðar.
Halldór Einarsson var fæddur á jóladag 179627 á Bjarnastöðum í Hvít-
ár síðu. Foreldrar hans, þau Einar Þórólfsson bóndi og Kristín Jóns dóttir
bjuggu síðar í Kalmanstungu. Halldór var yngstur barna Ein ars og Krist-
ínar, en Einar var tvígiftur. Seinni kona hans var Helga Snæ bjarnar dótt ir.
Einar var sagður stór vexti og mikilfenglegur, karl menni mik ið að burð-
um, smiður á tré og málma og annálaður radd maður. Börn hans, sem
komust til fullorðinsára voru 10 og dreifðust um Borgar fjarðar hérað;
margt þeirra afkomenda traust fólk, listasmiðir, bændur og listamenn
einkum tónlistarfólk. Má þar nefna séra Bjarna Þorsteinsson á Siglufirði,
Sigvalda Kaldalóns tónskáld og Önnu Þorvaldsdóttur tónskáld. Margir
afkomendur Einars fluttu til Ameríku á árunum fyrir aldamótin 1900.
24 Frederik Christian Raben greifi (1769-1838) var mjög þekktur maður á sinni tíð,
ferðamaður, dagbókarskrifari og áhuganáttúrufræðingur, sjá: https://da.wikipedia.org/
wiki/Frederik_Christian_Raben
25 Hans Christian Ørsted (1777-1851) er einn þekktasti vísindamaður Dana og einn af
helstu brautryðjendum rafmagnseðlisfræðinnar. Hann var einnig fyrstur til að framleiða
hreint ál. Skömmu áður en Jón kvaddi hann í Kaupmannahöfn árið 1820 hafði hann
einmitt sannað tilveru rafsegulsviðs í kringum straumvíra. Ekki víst að skýrslan um hita
í hverum í Reykholtsdal hafi vakið athygli hans svo mjög (þó aldrei að vita). https://
en.wikipedia.org/wiki/Hans_Christian_%C3%98rsted
26 Fjallað er um Halldór á s. 527-529 í riti Boga Benediktssonar (1905-1908), Sýslumanna
ævir III. bindi, skýringar og viðbætur e. Hannes Þorsteinsson.
27 Hér er fæðingarárið valið úr Sýslumannaævir, 3. bindi, s. 528 (neðanmáls) en þar er sagt
að ártalið 1797 sé rangt (í meginmáli á sömu síðu er hins vegar 1799 sagt fæðingarár
Halldórs, sem hlýtur að vera prentvilla).