Borgfirðingabók - 01.12.2016, Page 216
216
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
1.2.2. Hér hafa verið rakin nokkur einkenni M12 en húsið sjálft var fyllt
þykku, leirkenndu lagi sem í voru bláleitir flekkir (vivi[a]nite) en um
það fyllingarlag er einnig sagt í skýrslum:
...Það var mjög þungt og erfitt í uppgrefti. ...allt upp í 50 cm þykkt lag
...sem fyllti húsið. Einkenni þessa lags voru þau að það var mjög þétt,
dökkt og illa lyktandi, með bláleitum flekkjum (vivianite). ...Undir
þessu lagi var blandað torflag. ...lá á hellulögn ...fyllti allan gólfflöt húss-
ins...19
Góð lýsing sem segir mikið í stuttu máli. Engin gólfskán eða önnur
slík mannvistarlög munu hafa fundist á hellulagða gólfinu og blandaða
torflaginu sem „fyllti allan gólfflöt hússins“ virðist hafa verið dreift þar
viljandi og því vera tengt fram ang reindu fyllingarlagi, sbr.1.4.1.
Af framanskráðu verður ekki séð að stöplar, blandað torf yfir gólf-
hellum og allt að 50 cm þykkt sérkennilegt „mjög þétt, dökkt og illa
lykt andi“ fyllingarlag geti með neinu móti tengst ætlaðri notkun gufu.
M12 lítur út fyrir að vera yngra byggingastig á sem næst miðju ófull-
gerðu gólfi eldra byggingastigs, sem hér er nefnt helluhús.
HELLUHÚSIÐ
1.3.1. Minjarnar á bæjarhólnum, sem hér eru til umræðu og er að sjá að
tengist beint tilraunum til notkunar gufu til hitunar húss, virðast allar
hafa verið ófullgerðar þegar öll vinna við þær sýnist hafa stöðvast nærri
samtímis. Í engum tilfellum er hægt að sjá að reynt hafi verið að ljúka
þeim og sumar síðari aðgerðir virðast vera útilokandi. Eftir framvindu
umfjöllunar hér á eftir koma þessi atriði til frekari skoðunar.
1.3.2. Við verkstöðvunina virðist að búið hafi verið að mestu að leggja
hellur í gólf helluhússins og svo er að sjá að byrjað hafi verið að leggja
þær á miðhluta þess. Svo virðist að búið hafi verið að marka fyrir eða
hefja hleðslu beggja gaflveggja og röðun steina þar á gólfið hafi verið út
frá þeim, röðunarkerfin hafi því verið þrjú og grjótið í stólpana í M12
hafi verið tekið úr báðum endum þess. Sjá má á stöku steinaröðunum
á gólfi helluhússins nærri báðum endum M12 að nokkrar líkur séu
á að þær hafi verið til að loka bilum á milli þessara röðunarkerfa og
19 Guðrún Sveinbjarnardóttir 2001, bls. 11-12, sbr. 2012, bls. 76.