Borgfirðingabók - 01.12.2016, Blaðsíða 218
218
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
...Þetta reyndist vera hringlaga hola, 1,2 m í þvermál í austur-vestur,
1,15 m í norður-suður og um 60 cm djúp. Hún er grjótlögð í botni
(CS689) en ekki í hliðum. ... full af mjúkri, blautri, malarkenndri leir-
blöndu ... Malarkenndara, harðara, fínt, grátt lag var umhverfis steinana
í botninum (CL68). ... Hellurnar í gólfi hússins voru lagðar ofaní sams-
konar lag.
Í skýrslum áranna 2001 og 2002 segir ennfremur um þessa holu: ... „full
af grjóti og möl sem var blönduð leir og torfi. Í botni holunnar voru
steinar lagðir þétt saman og greyptir ofan í óhreyfða möl.“21 „Holan
var full af mjúkri, blautri, malarkenndri leirblöndu“...22 sbr. 1.2.2. og
á öðrum stað segir að hún hafi verið: „...full af grjóti og möl sem var
blönduð leir og torfi. Í botni holunnar voru steinar lagðir þétt saman og
greiptir ofan í óhreyfða möl.“23 Þarna virðist verið að tryggja stöðugleika
og burðarþol steinanna í botni holunnar með þessari gráu malarkenndu
leirblöndu, en hana mun vera að finna í nágrenninu.
Holan virðist hafa verið fyllt með rusli til að slétta gólfið á yngra
byggingastiginu, M12, sbr. 1.2.1.-2.
1.4.2. Sá sem hannaði og lagði vel útfært gólfhitunarkerfi fyrir hitaorku
úr gufu frá Skriflu hefur trúlega ekki gleymt að losna þyrfti við gufuna
út úr húsinu. Svo er að sjá að ætlunin hafi verið að gera sökkul þarna
í holunni, nær í gólfhæð, en hann hefði orðið stöðugur og getað borið
mikinn þunga. Ofan á hann hefði þá sennilega átt að hlaða háf úr steinum
með þéttingu úr sérstökum leir úr Mógili, í norðurhlíðum Skarðsheiðar,
sbr. 1.22.4.-6. og 17. mynd. Tengingu við hitunarkerfið mátti ná um
bilin sem voru á milli steinanna í gólfinu en sökkullinn hefði líklega
verið hafður nokkru lægri en gólfið til að fá aukið rými fyrir tengingu
loft rásanna í háfinn sem hefði þurft að ná vel upp úr þaki. Hann hlýtur
að hafa átt sína fyrirmynd erlendis þar sem hérlendis voru á þessum tíma
notuð opin eldstæði án beinnar tengingar við háf, sbr. 1.16. 1.-2.
Sé tekið tillit til miðjusetningar ætlaðs háfs eru verulegar líkur á að
hellu húsinu hafi verið ætlað að verða um 13 m langt en ekki 6,8 m, sbr.
1.2.1. og 1.3.2.
21 Guðrún Sveinbjarnardóttir 2001, bls. 14, 2002, bls. 7-8, sbr. 2012, bls. 77–8.
22 Guðrún Sveinbjarnardóttir 2001, bls. 14, sbr. 2012, bls. 78.
23 Guðrún Sveinbjarnardóttir 2002, bls. 7-8, sbr. 2012, bls. 78.