Borgfirðingabók - 01.12.2016, Blaðsíða 47
47
B O R G F I R Ð I N G A B Ó K 2016
„Tjaldið lyftist. Stólar. Bekkir. Borð.
Til beggja handa dyr, en gluggi á stafni“.
Auk þess að leika „alvöru“ persónurnar, lékum við öll húsgögnin, dyr,
glugga og hvað sem til þurfti. Svo var auðvitað söguþráður: Framhjáhald
og morð.
Þegar við ætluðum að leggja af stað heim eftir skemmtunina, hafði
umhverfið heldur betur breytt um svip. Kominn var hnésnjór eða vel
það, og enn var þykk kafaldsdrífa. Sem betur fór var snjórinn laus, og
veðrið kyrrt, svo að ekki skóf.
Þegar lagt var af stað, lét hitt leikdeildarfólkið mig fara fyrsta, svo það
gæti fylgst með mér. Skyggnið var alveg afleitt. Það var löng bílalest, sem
mjakaðist áfram út með Hvalfirðinum, svona á góðum gönguhraða.
Ætli við höfum ekki verið að komast niður í Leirársveitina, þegar ég sá
allt í einu bíl koma á móti mér. Fram að því hafði ég reynt að halda mig
því sem næst á miðjum veginum, því vegstikurnar og stundum ljósin
á næsta bíl, voru einu kennileitin. En nú varð ekki hjá því komist að
hleypa þessum bíl framhjá, svo ég fór að mynda mig til að sveigja nær
vegkantinum. Og þá hef ég sjálfsagt lent upp úr einhverjum hjólförum.
Bíllinn minn snérist skyndilega og lenti þversum á veginum beint fyrir
framan hinn bílinn.
Ég fraus af skelfingu og hélt ég yrði ekki eldri, en svo skipti það eng-
um togum, ég sá hinn bílinn sveigja fram hjá mér og aka beint út af
veginum.
Þarna forðaði bílstjórinn árekstri með miklu snarræði, og til allrar
hamingju fékk bíllinn hans mjúka lendingu í snjónum. Þetta var stór
jeppi, og mig minnir að bílstjórinn æki honum hjálparlaust upp á veg-
inn aftur.
En nú var minn kjarkur búinn í bili, og gott að eiga góða að. Hitt
leikdeildarfólkið hafði orðið vitni að þessum atburði. Birgir Hauksson
bauðst til að aka fyrir mig, settist inn í Löduna og kom okkur báðum
heilum á húfi að Baulunni. Í Tungunum og nágrenni hafði snjóað
minna. Ég varð samt fegin þegar Ásgeir Rafnsson bauð mér að keyra
mig heim á jeppanum sínum. Minn bíll varð eftir hjá Baulunni. Þegar
ég fór svo að vitja um hann eftir hádegið daginn eftir, sáust harla lítil
ummerki eftir ævintýrið um nóttina.
Snjórinn var því sem næst horfinn!