Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.12.2022, Page 16

Víkurfréttir - 07.12.2022, Page 16
Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis HÖ NN UN : V ÍK UR FR ÉT TIR Allsherjaratkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu hjá VSFK um kjör aðalstjórnar samkvæmt A-lið laga um stjórnar- kjör og stjórn sjómannadeildar ásamt trúnaðarmannaráði, stjórn sjúkrasjóðs, orlofsheimlasjóðs og fræðslusjóðs og trúnaðarmannaráð. Félagið leitar eftir félagsmönnum sem vilja taka þátt í starf- semi félagsins og hvetjum áhugasama til að hafa samband. Tillögum og ábendingum skal skilað á skrifstofu félagsins í síðasta lagi fimmtudaginn 15. desember kl. 12.00. Fylgt er reglugerð ASÍ þar að lútandi. Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins Kjörstjórn VSFK og nágrennis. SUÐURNESJABÆR Hilmar Bragi Bárðarson hilmar@vf.is Jólaljósin voru tendruð í Suður- nesjabæ á Fullveldisdaginn 1. des- ember líkt og síðustu ár. Dagskrá var í báðum byggðakjörnum, Garði og Sandgerði, þar sem í boði var skemmtidagskrá í kjölfar þess að yngstu nemendur grunnskólanna ásamt bæjarstjóra kveiktu jólaljósin á jólatrjám. Jólaálfar og jólasveinar voru á staðnum og boðið var upp á rjúkandi heitt súkkulaði og piparkökur. Meðfylgjandi myndir tók Hilmar Bragi við þetta tækifæri. Bæjaryfirvöld í Suðurnesjabæ hafa átt fund með heilbrigðisráðherra um heilbrigðisþjónustu í Suður- nesjabæ. Minnisblað frá bæjarstjóra um fund með heilbrigðisráðherra og for- stjóra HSS var tekið fyrir á síðasta fundi bæjarráðs Suðurnesjabæjar. Þar kemur m.a. fram að bæjarstjóri og forstjóri HSS munu skila ráðherra greinargerð og tillögum um húsnæði og þjónustu heilsugæslu í Suðurnes- jabæ. Afgreiðsla bæjarráðs var að bæjar- stjóra er falið að vinna málið áfram eins og lagt er til í minnisblaðinu. Suðurnesjabær er tæplega 4000 manna sveitarfélag en mörg ár eru síðan síðast voru opnar heilsugæslu- stöðvar í Sandgerði og Garði. Þessu vilja bæjaryfirvöld snúa við og hafa því fundað með ráðherra um málið. Fundað með ráð- herra um heil- brigðisþjónustu í Suðurnesjabæ Jólaljósin tendruð á Fullveldisdaginn 16 // vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.