Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.12.2022, Qupperneq 19

Víkurfréttir - 07.12.2022, Qupperneq 19
Fjölmenni mætti í aðventugöngu og var við opnun Aðventugarðsins í Reykjanesbæ síðasta laugardag. Kveikt var á jólatré bæjarins en það er í miðju Aðventugarðsins við skrúðgarðinn. Í aðventugöngunni var gengið að skessuhelli frá Aðventugarðinum þar sem börnin ræddu við Fjólu tröllastelpu. Jólasveinar tóku svo forskot á sæluna og tveir þeirra fengu að kíkja á svæðið til að tendra ljósin á jólatrénu eftir að Lúðrasveit Tónlistarskóla Reykja- nesbæjar hafði flutt nokkur jólalög. Veðurguðirnir voru í sínu besta jólaskapi og fjölmargir bæjarbúar nutu dagskrár og því sem í boði var í Aðventugarðinum. Þar var m.a. hægt að grilla sykurpúða og fara á skauta á nýju svelli. Þá er boðið upp á fjölbreyttan jólavarning í jólakofum. Grýla mætti síðan í Aðventugarðinn á sunnudag og heilsaði upp á yngri sem eldri bæj- arbúa. Í garðinum er einnig dagskrá á sviði en um síðustu helgi voru m.a. Ronja ræningjadóttir, Jólabjöll- urnar og Kósýbandið. Aðventugarðurinn er opin laug- ardaga og sunnudaga kl. 14–18 fram að jólum en Aðventusvellið er opið fimmtudag til sunnudags. VF-myndir/pket. Jólastemmning við opnun Aðventugarðsins vÍkurFrÉttir á suðurNesJuM // 19

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.