Fréttablaðið - 20.01.2023, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 20.01.2023, Blaðsíða 12
Þurfa að leika eftir afrek frá árinu 1964 Til þess að Íslendingar hafi örlögin áfram í sínum hönd- um, er kemur að sæti í 8 liða úrslitum á HM, þarf liðið að sækja stig eða tvö úr viður- eign sinni við Svía í kvöld, eitthvað sem hefur ekki gerst frá árinu 1964. aron@frettabladid.is Handbolti Það verður mikið um dýrðir í keppnishöllinni í Gauta- borg og munu þúsundir Íslendinga gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að hjálpa strákunum okkar við að sækja sigur í leiknum. Arnar Daði Arnarsson, handbolta- sérfræðingur og umsjónarmaður Handkastsins, segir margt þurfa að spila saman til þess að Íslend- ingar geti náð góðum úrslitum gegn ríkjandi Evrópumeisturum Svía sem eru afar vel mannaðir og hafa ekki stigið feilspor á HM til þessa. „Það er nokkuð ljóst að við þurf- um að eiga algjöran toppleik á alla vegu,“ segir Arnar Daði við Frétta- blaðið um komandi viðureign Íslands og Svíþjóðar. „Frammistöðu í líkingu við leikinn gegn Frökkum á EM í fyrra. Markvarslan þarf að vera í heimsklassa og til þess þarf vörnin að þéttast til muna.“ Um algjöran lykilleik er að ræða fyrir íslenska landsliðið sem þarf helst stig úr viðureigninni gegn Svíum sem hafa ekki tapað stigum hingað til á mótinu og eygja von á að klára sitt. „Svíarnir eru í þeirri stöðu að þeir geta tryggt sér efsta sætið í milliriðl- inum með sigri og þar með geta þeir hvílt sína leikmenn í lokaleiknum gegn Portúgal. Staða sem við Íslend- ingar viljum alls ekki að komi upp.“ Hvað íslenska liðið varðar kallar Arnar eftir því að Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, stigi upp. „Aron Pálmarsson þarf að fara að mæta til leiks. Umræðan fyrir mót var sú að við værum í vandræðum með breiddina í vinstri skyttunni og nú er Ólafur Guðmundsson dott- inn út. Aron er ekki undanskilinn öðrum leikmönnum í íslenska landsliðinu, hann þarf að eiga toppleik á morgun. Hann fékk góða hvíld gegn Suður-Kóreu og Grænhöfðaeyjum.“ Staða hornamanna sé góð og ný stjarna að fæðast. „Óðinn hefur stimplað sig inn sem heimsklassa hægri horna- maður. Ég tel hins vegar að Sigvaldi sé, eins og staðan er, fyrsti kostur Guðmund- ar en hann getur ekkert slakað á, með sjóðheitan Óðin á bekknum.“ n Staðan í milliriðlinum * Efstu tvö lið riðilsins komast áfram í 8-liða úrslit Staða Lið Stig 1. Svíþjóð 6 stig 2. Ísland 4 stig 3. Portúgal 3 stig 4. Brasilía 3 stig 5. Ungverjaland 2 stig 6. Grænhöfðaeyjar 0 stig Síðustu viðureignir gegn Svíum á stórmótum Í sögu heimsmeistara- mótsins í handbolta hafa Svíþjóð og Ísland mæst sex sinnum frá árinu 1961. Frá þeim leikjum hafa Svíar fimm sinnum staðið uppi sem sigurvegarar, Íslendingar einu sinni. Leikur kvöldsins fer fram í Gautaborg en sú var einnig raunin árið 1993 þegar liðin mættust á HM. Í þeim leik þurfti íslenska landsliðið að sætta sig við fimm marka tap. n 1961: Átta marka tap, 18–10 n 1964: Tveggja marka sigur, 12–10 n 1986: Fjögurra marka tap, 27–23 n 1993: Fimm marka tap, 21–16 n 2001: Þriggja marka tap, 24–21 n 2015: Átta marka tap, 24-16 Leikmenn sem verður að hafa gætur á í kvöld: Eric Johansson 22 ára Félagslið: Kiel Staða: Vinstri skytta Er að mati Arnars einn efnilegasti leikmaður í heimi. Hefur farið á kostum á þessu tímabili með Kiel og hans góða gengi hefur haldið áfram inn í HM. Jim Gottfridsson 30 ára Félagslið: Flensburg Staða: Leikstjórnandi Jim Gottfridsson hefur verið að glíma við meiðsli á tímabilinu en hann virðist vera heill heilsu og að sögn Arnars þurfa leikmenn Íslands að láta hann finna fyrir því. Hampus Wanne 29 ára Félagslið: Barcelona Staða: Vinstri hornamaður Svíar eru með heimsklassa horna- menn að sögn Arnars, meðal annars Hampus Wanne sem er á meðal markahæstu manna HM með 25 mörk. Felix Claar 34 ára Félagslið: Álaborg Staða: Miðjumaður Liðsfélagi Arons Pálmarssonar hjá Álaborg í Danmörku, leikur lykil- hlutverk í sóknarleik Svía. Hann er kominn með 8 stoðsendingar á HM til þessa og 11 mörk. 12 íÞróttir FRÉTTABLAÐIÐ 20. jAnúAR 2023 FÖStUDAGUr

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.