Fréttablaðið - 20.01.2023, Page 13

Fréttablaðið - 20.01.2023, Page 13
KYNN INGARBLAÐ ALLT FÖSTUDAGUR 20. janúar 2023 Alla daga gegn kulda og sól Apótek, Hagkaup og Fjarðarkaup www.celsus.is Fólk er bara svo glatt Sigga Beinteins hefur komið fram á mörgum þorrablótum undanfarin ár og finnst þau alltaf jafn skemmtileg. Hún segir þorrablótsgesti eiga það sameiginlegt að vera mættir til að skemmta sér og öðrum auk þess sem samsöngurinn skipi stóran sess. 2 Árið 2023 verður viðburðaríkt hjá Siggu Beinteins. Fram undan eru skemmtileg þorrablót og Stjórnin heldur upp á 35 ára afmælið í lok september. MYND/ÓLÖF ERLA EINARSDÓTTIR Kokteilar úr viskíi eru vinsælir hjá körlum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY elin@frettabladid.is  Það er sannarlega hægt að gleðja bónda sinn með góðum kokteil. Hvernig væri að bjóða upp á einn slíkan fyrir kvöldmatinn, hvort sem það verður þorramatur á boð- stólum eða dýrindis nautasteik? Samkvæmt sérfræðingum eru vinsælustu kokteilar fyrir karla brúnir eða glærir, alls ekki sætir og þurfa ekki endilega að hafa háa áfengisprósentu. Snoop Dogg mælir til dæmis með kokteil úr gini og greipaldin- og appelsínusafa. Godfather-kokteill Annar kokteill sem er afar vinsæll hjá herrum er Godfather. Hann var fundinn upp árið 1970 og nefndur eftir hinni vinsælu Óskarsverð- launamynd, The Godfather. Það þarf aðeins tvö hráefni í þennan drykk, viskí og Amaretto-líkjör. Oftast er notað Blended Scotch viskí en sumir kjósa frekar að nota single malt eða jafnvel bourbon. Amaretto er ítalskur líkjör sem er gerður úr möndlum. Hann er sætur en hentar vel í marga kok- teila. Möndlubragðið mýkir upp viskíið sem þó fær að skína í gegn. Yfirleitt eru hlutföllin jöfn af hvoru um sig. Hins vegar er leyfilegt að breyta hlutföllunum eftir smekk. Guðfaðirinn er borinn fram í hefð- bundnu viskíglasi. Old Fashion-kokteill þykir afar karlmannlegur, bourbon-viskí með smá sykurvatni, angostura bitter og appelsínusneið. n Kokteilar sem karlar elska

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.