Rökkur - 01.04.1949, Side 4

Rökkur - 01.04.1949, Side 4
4 R Ö K K U R bær ,að er liann var tuttugu og þriggja ára gamall fann hann upp reikningsaðferð, sem siðar hefir verið mikið notuð meðal vísindamanna um lieim allan. Fyrst liélt hann þessari uppgötvun sinni lcyndri, sökum meðfæddrar hæversku, en nokkurum ár- um síðar, er aðrir komu fram og kröfðust heiðursins af henni, gaf Newton sig fram og sannaði rétt sinn. Á miðjum námsárum Newtons í Cambridge hrauzt út drepsóttin mikla í London og barst á skömmum tima til Cambridge. Yegna sýking- arhættu voru stúdentarnir sendir heim og liáskólanum lokað um slundarsakir. Fyrir Newton var þetta dulbúin hlessun, því að nú fékk liann tækifæri til að gera tvær sín- ar mestu uppfinningar. Ófullnægjandi rannsóknatæki. Frá harnsaldri hafði hann haft yndi af stjörnufræði og i Cambridge hafði hann oft tímunum saman setið fram á nætur og athugað gang himintunglanna. Brátt varð liann óánægður með stjörnu- sjónauka þá, er þá voru not- aðir, en þeir voru líkir sjón- auka þeim, er Galileo hafði búið lil og fundið i sólblett- ina, og dali og fjöll á tungl- inu. Þessir sjónaukar gáfu oft óljósar og jafnvel skakk- ar myndir. Stundum sýndu glerin liti, þar sem engir litir voru. Newton ályktaði sem svo, að þetta hlyti að stafa af ónákvæmri byggingu, og hann varði mörgum tímum i að slípa og fága ýmiskonar gler í sjónauka sína. Hann gerði fjölda tilrauna með þrístrent gler (prisma) og bju'gði gluggann á herberg- inu sínu, þannig', að ljósið komst aðeins inn um örmjótt gat á gluggahlerunum. Fyrir innan gatið setti hann svo prismu. Þegar sólargeislarn- ir féllu í gegnum gatið inn í dimmu herbergisins fóru þeir í gegnum prismað og lentu síðan á veggnum á móti_ Þá uppgötvaði Newton. að liinn hvíti sólargeisli greindist á veg'gnum og' myndaði undur_ fagurt litband. Hann varð svo hugfanginn af þessari uppgötvun sinni ,að liann gerði tilraunina aftur og aft- ur. Alls taldi hann sjö liti: rauðan, rauðgulanl gulan, bláan, Indíabláan og fjólublá- an. Til þess að ganga úr skugga um að litimir stöfuðu ekki af galla í prismanu, gerði hann tilraunir með

x

Rökkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.