Rökkur - 01.04.1949, Síða 23

Rökkur - 01.04.1949, Síða 23
R O K K U R 23 Víðsjá VETRARBRAUTIN. Eftir Harlan T. Stetson, sljörnufræðing og jarðeðlis- fræðing við lnstitute of Tech- noiogy í Massachusetts. — Hve gömul er vetrarbraut- in? Stjörnufræðingar hafa lengi álitið, að hún væri ein hinna elztu meðal stjörnu- kerfanna, og Sir James Je- an dró há ályktun af lögun hennar, að hún væri æva- forn. En nú hefur einn hinna lærðustu st jörnufræðinga, maður, sm mjög mikið mark er tekið á meðal vísinda- manna, próf. Harlow Shap- ley, látið í Ijós há skoðun, að Sir James Jeans hafi skjátlazt. Samkvæmt kenn- ingu Shapleys er vetrar- brautin ekki á hinu síðasta, heldur hinu fyrsta þrýunar- stigi. Athuganir á hinum fjar- lægari vetrarbrautum hafa leitt í Ijós, að þær hafa ýmis- konar lögun, en aðallega þær fjórar, sem hér grein: 1) hnattlögun, 2) egglögun, 3) snarundna gormlögun, k) lausundna gormlögun. Vetr- arbrautin hefir lausundna gormlögun. Sir James álykt- aði, að möndulsnúningur hnattlaga vetrarbrautar hlyti að fletja hana út, eins og smjörkúlu, og stækka um- mál hennar. Hcinn áleit, að vetrarbrautir væru í upphafi hnattlaga, en fengju að síð- ustu gormlögun. En próf. Shapley hefir cd- hugað það, að gormlaga vetrarbrautir hafa fjöldan allan af stjörnuklösum og stjörnuþokum — og þetta bendir til þess, að þær séu ungar, en ekki gamlar. Stjörnuklasar standast ekki til lengdar möndulsnúning sinn, heldur tvístrast og dreifast jafnt um vetrar- brautina. Shapley hefir lika gert þá athugun, cið í gormlaga vetr- arbrautum (einkum þeirri, sem við eigum heima í) er að finna fjölda af breytileg- um sólum, risavöxnum og liltölulega skammlífum, en þetta er líka sönnun fyrir því, að vetrarbrautin sé ung að aldri. Hnattlaga vetrar- brautir liafa hinsvegar mjög litið af stjörnuþokum og -klösum og alls engar risa- sólir, bygging þeirra er öll stöðug og gætir þar miklu fyllra jafnvægis en með gormlaga vetrarbrautum.

x

Rökkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.