Rökkur - 01.04.1949, Side 32
32
R 0 K K U H
óskaö, er sósan síuS um leið og
henni er hellt vfir fiskinn.
Það tíðkast víða á megin-
lanrli Norðurálfu að leggja kjöt,
bæöi af veiðidýrum og húsdýr-
um í kryddlög (lika i edikslög)
láta það liggja í leginum um
stund áður en það er steikt. Hér
er uppskrift af því tagi:
Kryddlögur úr bjór.
"3 matsk. sykur.
1 matsk. salt.
1 tesk. negull.
Ogn af cayenne-pipar.
2 ismolar.
Rifinn börkur af 1 stórri
sítrónu.
1 flaska af bjór (y2 fl.)
y2 boili salatolía.
Safi af 1 lauk, stórum.
Hinu þurra efni er blandað
vel saman. Rifna berkinum er
biandað i og dálitlu af bjór.
Hrært í svo að úr verði jafn-
ingur. ísmolarnir látnir í. Nú
er salatolíunni bætt í smátt og
smátt og hrært í duglega. Því
sem eftir er af öli er þá bætt i,
sömuleiðis lauksafanum, eða þá
smátt söxuðum lauk.
Leginum er hellt i niðursuðu-
krukku með þéttu loki. (Krukk.
an þarf að taka y2 pott.) Þetta
má vel standa í hlýju herbergi
yfir nóttina. En síðan er það
Iátið í ísskápinn (eða í kulda.)
Þessi kryddlögur geymist á-
gætlega. Það þarf að hrista
krukkuna þegar af henni er
tekið.
Kjöt í kryddlegi.
3 til 5 pund af kjöti.
y2 bolli af kryddlegi úr bjór.
Vs tesk. pipar.
2 tesk. salt.
Kjötið þarf að vera nýtt. Má
vera nautakjöt, kálfskjöt eða
kindalæri. Sé kjötið magurt
má gjarnan spik-þræða það.
Það er lagt i glerað fat eða
bökunarfat með loki. y2 bolla af
kryddlegi er hellt yfir það. Þa5
er sett í ísskápinn eða á vel
kaldan stað og látið standa þar
nokkurar klukkustundir og sé
því snúið við og við. Það er
svo tekið úr kryddleginum og
látið renna vel af því, en lög-
urinn geymdur. Nú er saltinu
og piparnum stráð á kjötið.
Kjötið er steikt í potti. Þegar
það er orðið brúnt er 2 mat-
skeiðum af kryddleginum hellt
á og látið krauma við vægan
hita, þar til það er fullsoðið.
Meira af kryddlegi er bætt á og
kjötinu snúið við og við.
Safinn sem af því rennur er
borinn með á borð en ekki
önnur sósa.