Rökkur - 01.04.1949, Page 50

Rökkur - 01.04.1949, Page 50
50 RÖKKUR notum en oftar ekki og það er einmitt einkenni þessa sjúkdóms, sem er ákaflega þrálátur og erfiður viðfangs. Tíðara hjá karlmönnum. Annars er það sannleikur- inn, að karlmönnum, ungum og gömlum, hættir meira til þess að fá þenna kvilla en konum. Fyrir nokkuru fór fram rannsókn í samskóla og reyndist þá sjötta hver stúlka með fótaraka en tveir af hverjum þremur piltum. Sumir telja, að þetta stafi af því, að karlmenn eru tíðari gestir í sundlaugum og al- menningssteypiböðum, en þar eru hin ákjósanlegustu skil- yrði fyrir sveppina til að dafna. Sérfræðingar telja, að hver maður liafi kvilla þenn- an, hafi einhvern tíma þjáðzt af honum eða muni einhvern tíma fá hann. Hver sem hefir fengið verulega slæmt „til- felli“ veit, að þetta getur lagt mann í rúmið ekki síður en fótbrot. Þessi brennandi fleiður, sem sumir hafa milli tánna eða undir iljunum, eru eins og brunasár. A stríðsárunum jókst þetta ákaflega í Bandaríkj- unum. Þá urðu hermenn æv- inlega að standa eða ganga ákaflega mikið —- jafnvel þótt vélahernaðurinn væri kominn til sögunnar — og þessu fylgdi að loft komst illa að fótunum. Sveppirnir dafna aldrei betur en þegar mönnum er mjög heitt á fót- unuin og ef þeir vökna að auki, þá eru sveppirnir harð- ánægðir. Það kom Iíka á dag- inn að sveppirnir sóttu mest á hermenn á Kyrrahafseyj- unum og lagði fleiri menn í rúmið en kynsjúkdómar. Allir jafn- réttháir. A ensku máli er þessi sjiik- dómur kallaður „íþrótta- mannsfótur“, en það er ekki rétt, því að hann sækir ekk- ert frekar á iþróttamenn en aðra. Þú þarft ekki að vera neinn hlaupagikkur til þess að fá kvillann. Menn geta meira að segja fengið ná- skylda veiki i hársvörðinn o£ margir þjást af flösu, sem stafar af hinu saina — svepp- um. En annars hafa svepp- irnir sótt mest á fætur manna frá þvi að sögur hófust. Þó var það ekki fyrr en i heimsstyrjöldimn fyrri, sem menn fóru almennt að veita þessu athygli. Halda sumir, að þá liafi þessi kvilli verið talinn einskonar útbrot eða

x

Rökkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rökkur
https://timarit.is/publication/1770

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.