Rökkur - 01.04.1949, Side 55
ROKKUR
55
að hafskipum. En mikill erþó
munur á þessum papyros-
klæddu vélskipum og Queen
Elizabeth. Á eftir þessum
Nílarbátum komu galeiðurn-
ar. Þeim var róíð. Sumar gal-
eiður voru svo stórar að á
þeim voru fimni áraraðir á
hvorri skipshlið. Stærsta gal-
eiða, sem sögur fara af, lét
Ptolemaios Philopator smíða
um 175 f. K. Ptolemaios var
kóngur í Egiptalandí. Á risa-
skipi þessu voru 4000 ræðar-
ar, 400 háestar og 2850 her-
menn. Skipið tók með öðr-
um orðum 7250 hermenn.
Fyrstu sextán aldirnar eft-
ír Krists burð urðu engar
teljanlegar framfarir í skipa-
gerð.
Menn ferðuðust á ám.
vötnum, innhöfum og með
ströndum fram. En til þess-
ara siglinga komu veikbyggð
skip með lélegan seglaútbún-
að að fullum notum. Enginn
hættti sér út á hin miklu út-
höf. Þangað þóttist enginn
eiga erindi.
En viðhorfið varð annað
eftir landafundina um 1600.
Þá komu nýlendurnar til
sögunnar, og viðskiptin við
þær. Nú létu menn sér ekki
lengur nægja að sigla með
ströndum fram.
Þá hófu menn að byggja
stærri, sterkari og hrað-
skreiðari skip en til voru
þá.
Menn byggðu „korvettur“,
„freigátur“ og stór barkskip
og skonnortur. Byggð voru
barkskip með allt að sjö
siglutrjám. Seglin urðu
mörg og stór. Sagt er að
smíðuð hafi verið skip, sem
báru um 5000 smálestir. Mik-
ill ganghraði náðist einnig á
þeirra tíma mælikvarða.
Sagt er að Amerikuskipið
„Lightning“, hafi um miðja
18. öld siglt vfir Atlantsliafið
með h. u. b. 35 kílómetra
hraða á klukkustund til jafn-
aðar. Það liðu fimmtíu ár
þar til þetta met var slegið.
Fram um 1800 var tré ein-
vörðungu notað til skipagerð-
ar, og árar og segl hreyfi-
aflið.
Merkileg nýjung í skipa-
gerð var það er farið var að
smiða skip úr járni og setja
í þau gufuvél. Fyrsta gufu-
skip, sem bjrggt var í Skot-
landi, hét „Charlotte Dun-
day“. Það var hjólaskip og
náði þriggja sjómílna liraða
með tvo pramma í eftirdragi.
í Svíþjóð var fvrsta gufskip-
ið smíðað 1816, af Samuel
Owen. Það var með tré-
skrúfu. En gufuaflið var svo
litið, að skipið gekk ekkert.