Fréttablaðið - 16.02.2023, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 16.02.2023, Blaðsíða 11
Seðlabankinn þarf að hafa vextina tvöfalt eða þrefalt hærri en í grannlöndunum til að vinna gegn sama verð- bólgustigi af því að pólitíkin leyfir honum ekki að hafa áhrif á allt þjóðarbúið, bara á hina smáu. Þorsteinn Pálsson n Af Kögunarhóli Dýrtíðin vex nú eins og áin Vimur, sem sagt er frá í Snorra-Eddu. Þegar Þór óð hana braut hún upp á öxl honum. Hann sá þá tröllkonu standa ofar tveim megin árinnar „og gerði hún árvöxtinn“. Til að stemma á að ósi tók Þór stein mikinn og „eigi missti hann þar er hann kastaði til“. Fjármálaráðherra, seðlabanka- stjóri og leiðtogar vinnumarkaðar- ins hafa mest um dýrtíðina að segja. Þeir kasta nú til. Hver þeirra sér hina gera dýrtíðarvöxtinn. Hnútukast þeirra stemmir þó ekki á að ósi. Pólitíkin Það er rétt sem fjármálaráðherra segir að gjaldskrárhækkanir ríkisins eiga lítinn þátt í dýrtíðarvextinum. Seðlabankastjóri og talsmenn atvinnulífsins fullyrða aftur á móti réttilega að fjármálaráðherra orsaki þenslu með því að eyða um efni fram og færa skuldavandann yfir á næstu ríkisstjórn. Það gerir verð- bólguvöxtinn meiri. Vissulega þarf sterk pólitísk bein til að bregðast við og skýra út fyrir kjósendum að almenningur borgar Nú kasta þeir til brúsann af slíkri fjármálastjórn með meiri verðbólgu í dag og hærri sköttum síðar. Eins og sakir standa er pólitísk samsetning ríkisstjórnarinnar of veik til að geta sýnt þennan mikil- væga styrk. Vinnumarkaðurinn Það er þekkt lögmál að fari launa- hækkanir í þjóðarbúinu öllu fram úr framleiðnivexti þarf að leiða mis- muninn út með verðbólgu. Þó að kjarasamningar hafi verið hóf legir eftir sumum viðmiðum hafa þeir eigi að síður farið yfir þessi mörk. Þeir auka því dýrtíðar- vöxtinn. Tæpast verður þó sagt að óábyrg hugsun hafi legið að baki nýgerð- um kjarasamningum. Hitt er að við þurfum að breyta forsendum í þjóðarbúskapnum svo að innleiða megi vinnumarkaðsmódel um stöðugleika og haldbetri kaupmátt að norrænni fyrirmynd. Seðlabankinn Fjármálaráðherra og forystumenn v innu ma rk aða r ins gag nr ý na hringl andahátt í málflutningi seðla- bankastjóra. Hann hefur sannar- lega veikt trúverðugleika bankans með hverfulum pólitískum yfirlýs- ingum. Það er þó ekki helsti vandi bankans í baráttunni við verð- bólguna. Klípa Seðlabankans er sú að pólit- íkin hefur ákveðið að þetta litla hag- kerfi þurfi að nota fjóra ólíka gjald- miðla. Seðlabankinn stýrir bara einum þeirra. Fyrir vikið ná vaxtaákvarðanir hans bara til þeirra sem nota gömlu óverðtryggðu krónuna. Ungt fólk og lítil og meðalstór fyrirtæki eru þannig látin bera baggana fyrir hinn hluta þjóðarbúsins, sem notar ýmist verðtryggðar krónur, evrur eða dollara. Þversögn Seðlabankinn þarf að hafa vextina tvöfalt eða þrefalt hærri en í grann- löndunum til að vinna gegn sama verðbólgustigi af því að pólitíkin leyfir honum ekki að hafa áhrif á allt þjóðarbúið, bara á hina smáu. Þegar á skal að ósi stemma missir Seðlabankinn því, öfugt við Þór, þar er hann kastar til. Þetta er svo ein af ástæðunum fyrir því að verðbólga á Íslandi er jafnhá og hjá þeim þjóðum, sem glíma við ofurverðhækkanir vegna orkukreppu. Satt best að segja erum við ein af fáum þjóðum, sem hefur haft meiri hag af Pútínstríðinu en óhag. Kaup- máttur útf lutningstekna þjóðar- búsins hefur aukist. Samt er vax- andi viðskiptahalli, ríkissjóðshalli, gengisrýrnun, verðbólga og hærri vextir en í Evrópu. Kerfisbreytingar Á verður ekki að ósi stemmd nema með róttækum ráðum. Að því leyti er þjóðin í sömu sporum og Þór þegar áin hafði vaxið honum í axlir. Tvenns konar kerfisbreytingar eru brýnastar. Fjölmyntakerfið er að reynast þjóðarbúinu jafn mikill fjötur um fót og fjölgengiskerfið, sem sjálf- stæðismenn og alþýðuflokksmenn afnámu upp úr miðri síðustu öld. Nú er aftur þörf á slíkri kerfisbreyt- ingu. Á þeim tíma hæddust þingmenn Sjálfstæðisflokksins að Framsókn fyrir trú hennar á margfalda gengis- skráningu. Sextíu árum síðar hafa þeir sjálfir gengist þeirri gömlu trú á hendur. Hin kerfisbreytingin lýtur að því að laga vinnumarkaðinn að nor- ræna módelinu. Sjómenn og útvegsmenn sömdu til tíu ára vegna þess að útgerðin notar að mestu erlenda mynt og aflahlutur sjómanna gerir það að verkum að þeir taka í raun og veru laun í sama gjaldmiðli. Þetta segir mikið um þá kerfisbreytingu, sem er forsenda þess að vinnumarkaður- inn geti samið á grundvelli stöðug- leika. n         Fréttablaðið sKoðun 1116. Febrúar 2023 FIMMTuDAGuR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.