Fréttablaðið - 16.02.2023, Page 17

Fréttablaðið - 16.02.2023, Page 17
Tískusýning Tory Burch fyrir haust- og vetrarlínuna 2023-2024 fór fram á tísku- vikunni í New York mánu- daginn 13. febrúar. jme@frettabladid.is Í nýju línunni lék Burch sér með hugmyndina um fullkomnun og segir: „Ég vildi skora hugmyndina um hefðbundinn kvenleika og fegurð á hólm og snúa henni á hvolf. Ég held að konur vilji ekki reglur lengur,“ segir hún. Vogue Runway fjallaði um sýninguna. Sækir innblástur í sportfatnað Frá því í Covid-19 faraldrinum hefur Tory Burch haft síaukinn áhuga á Claire McCardell, banda- ríska sportfatahönnuðinum sem færði konum „popover“ kjólinn fyrir 75 árum, en um er að ræða eins konar flík sem hægt er að vefja utan um líkamann og hefur verið endurhannaður fyrir ýmis tilefni. Einnig sótti Burch innblástur í eigin hönnun frá tíunda ára- tugnum með teygjanlegum flíkum sem hægt er að nýta á fjölbreyttan máta. Grunnurinn að línunni saman- stendur af peysum og pilsum í miðsídd, aðsniðnum jökkum, hnepptum skyrtum og buxum með beinu sniði. Yfirhafnirnar voru sérstaklega sterkar og mátti finna þar navy-bláan tvíhnepptan jakka með brúnni gæru og ullar- tvídjakka með fylltum mjöðmum. Ofmetin fullkomnun Í línu Burch má sjá birtingar- mynd ófullkomnunar þar sem plíseruðu ullarpilsi er tyllt saman með öryggisnælu. Fyrirsæturnar voru klæddar í satínkjóla þar sem bakið sneri fram. Belti voru ekki nytjahlutur heldur fengu að hanga á mjöðmunum sem fylgihlutur og veskin fengu að hanga opin á örmum fyr- irsætanna. Burch sýndi svo fram á að undir- fatnaðurinn, þá sérstak- lega form- fatnaðurinn, má svo sannarlega fá að skína í kvöld- klæðnað- inum. n Konur vilja ekki fleiri reglur Ófullkomnun og óuppábúin eru orð sem koma í hugann þegar litið er yfir nýju línuna frá Tory Burch. En önnur orð sem koma upp í hugann eru líka svalt og persónulegur stíll. Undirfatnaður- inn í allri sinni dýrð fær að láta ljós sitt skína í nýju línunni frá Tory Burch. Form og fúnksjón í sinni skýrustu mynd. fréttablaðið/ getty KVIKMYNDAGETRAUN í samstarfi við Myndform: Sex miðar í bíó, popp og gos. Farið inn á kvikmyndir.is og svarið nokkrum laufléttum spurningum í boði þáttarstjórnenda Bíóbæjarins. ALLT kynningarblað 5FIMMTUDAGUR 16. febrúar 2023

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.