Fréttablaðið - 17.02.2023, Síða 17

Fréttablaðið - 17.02.2023, Síða 17
21. febrúar þriðjudagur n Þjóðsögur á þriðjudögum kl. 16.15 Ásmundarsafn Boðið er upp á krassandi þjóð- sagnalestur fyrir börn og fjölskyldur þeirra alla þriðjudaga í tengslum við sýninguna Sigga Björg og Ásmundur Sveinsson: Andar- dráttur á glugga. Hefðbundnar ís- lenskar þjóðsögur, kryddaðar með glænýjum þjóðsögum eftir Siggu Björgu. Hvað er um að vera í næstu viku? Sú hefð að konur fái blóm í til- efni konudagsins virðist hafa hafist um miðjan sjötta áratug síðustu aldar en þá tóku blóma- salar að auglýsa konudagsblóm. Þórður á Sæbóli í Kópavogi mun hafa verið upphafsmaður þess en fyrsta blaðaauglýsingin sem hefur fundist frá Félagi garð- yrkjubænda og blómaverslana er frá 1957. n n Konudagsblóm Á sunnudaginn er konudagurinn en það er fyrsti dagur fornnorræna mánaðarins góu, sem er sunnu- dagurinn í átjándu viku vetrar á milli 18. og 24. febrúar. Dagurinn er húsfreyjunni til heiðurs og góu er fagnað, sem færir með sér vaxandi birtu og vorinnganginn og þorrinn er kvaddur. Íslendingar hafa haldið upp á konudaginn í áratugi og er hann einn af þjóðlegum tyllidögum okkar. Þessi hefð er falleg og brýtur upp hversdagsleikann og gefur lífinu lit. Gleðjum konurnar Vert er að halda í hefðina og gleðja konurnar í lífi okkar. Hægt er að gera það á margvíslegan hátt, bæði með fallegum gjöfum og upplif- unum sem búa til góðar minningar. Til að mynda er fjöldi veitinga- staða með girnileg sælkeratilboð í tilefni konudagsins alla helgina og bjóða fram sælkeramáltíð í tilefni dagsins. Blómasalar eru í essinu sínu og galdra fram hina fegurstu blómvendi. Bakarar og konditorar leggja sig fram við að baka köku ársins, sem má kalla ástarkökuna í ár, og sælkerabakkelsi sem bráðnar í Konudagurinn er á sunnudaginn munni. Svo er hægt að taka forskot á bollusæluna og bjóða ástinni upp á ómótstæðilega bollu. Fjölmargar verslanir og gallerí bjóða upp á fallegt handverk, hönnunarvörur, vandaðar flíkur og hvað eina sem hugurinn girnist í tilefni dagsins. Einnig er dásamleg tilfinning að geta komið konunni á óvart með spennandi upplifun, til að mynda óvissuferð út á land, heimsókn í náttúrulaugar, að bjóða henni í nudd og spa, færa henni morgun- verð í rúmið með rómantísku ívafi, í ljúffengan dögurð, róman- tískan kvöldverð heima eða ferð upp á jökul. Ferð í leikhúsið eða í menningarferð í borg ástarinnar gleður líka, þetta snýst fyrst og fremst um að finna leiðina að hjarta þinnar konu og áhugasviði. Það eru margar leiðir færar til að gleðja og tjá ást sína á einlægan og eftirminnilegan hátt. Hvert og eitt getur gert það með sínu nefi og veit best hvað gleður konurnar í sínu lífi. Vert er að minna á að það má líka gleðja dætur, mæður, systur, ömmur, frænkur og góðar vinkonur! n 22. febrúar miðvikudagur n Gleym mér ei hádegistón- leikar kl. 12.15 Kjarvalsstöðum Nemendur í söng og hljóðfæra- leik við tónlistardeild Listahá- skóla Íslands gleðja gesti og gangandi með ljúfum hádeg- istónum n Myndasögusulta kl. 17.00 Loft Hostel Íslenska myndasögusam- félagið heldur fyrstu myndasögusultu ársins 2023 á 4. hæð Loft Hostel. Áhugafólki um myndasögur og myndasögugerð er boðið að kíkja við, sýna verk sín og sjá og hafa það notalegt saman. n Spunaspilavinir kl. 18.00 Spilavinir Spunaspilavinir er mánaðarlegur hittingur hlutverkaspilara þar sem boðið er upp á einþáttunga (e. one shot) sem stýrt er af sumum af bestu dýflissumeisturum lands- ins. Þátttakendum býðst að skrá sig fyrir fram eða sæta færis á að mæta og sjá hvort enn þá séu laus sæti. Stjórnendur eru mjög byrjendavænir og hafa gaman af því að leiða nýja spilara inn í áhugamálið. n Lindy Ravers danskvöld kl. 19.00 KEX Prufutími kl. 19, dansiball kl. 20. Aðgangseyrir 1.000 krónur, enginn posi. 23.febrúar fimmtudagur. n Grillum Þórhall kl. 21.00 Gaukurinn Þórhallur Þórhallsson er að verða fertugur og í tilefni þess ætla vinir hans að rakka hann niður opinberlega. Ekki missa af þessu óheflaða uppistandi sem er ekki fyrir viðkvæma. Kaka ársins í ár er með karamellu, heslihnetum og ástaraldinum. Minnir á hækkandi sól. MYND/MOSFELLSBAKARÍ RÓMÓ Á ÞJÓMÓ Rómantísk leiðsögn klukkan 15:00 - konudaginn 19. febrúar ALLT kynningarblað 5FÖSTUDAGUR 17. febrúar 2023

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.