Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Blaðsíða 20

Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Blaðsíða 20
Gunnar Bachmann: FLUGUKAST Iimgangur. Enginn sannur veiSimaður getur verið hirðulaus um það, kvernig hann kastar flugu. Og að mínu áliti getur enginn stangveiðimaður saett sig við það, aS taka tryggð viS maðkinn og „jámarusliS" eingöngu, vegna þess aS það sé svo erfitt að ná hinni nauð- synlegu leikni er flugukastið útheimtir. En aS fiska á flugu og kasta henni vel, er skemmtilegasti þáttur stangveiðiíþróttarinnar og að dómi sérfræSinga sá veiSisælasti. Ekki er það heldur vansalaust okkur íslendingum að við erum taldir grófir og ruddalegir stangveiðimenn, sem helzt þyrftum eftirlit við veiðiámar. Yissulega er þetta ekki allskostar rétt lýsing og sem betur fer hygg ég aS við séum aS hrynda af okkur þessu ámæli. Endaþótt ég undirritaður sé ekki leikinn flugukastari, þá hef ég góSan vilja til aS verða það. Og glögga hugmynd tel ég mig hafa um það, hvemig beita skuli hinni réttu aðferð. Ef þess vegna einhverjum gæti orðið aS liði hiS litla sem ég veit, skal ég gera tilraun til að skýra aSferSina við að kasta flugu með annar-handar stöng. En með tví- hentri stöng era grundvallarreglurnar þær sömu. Frumskilyrðið til að kasta vel flugu, er aS hafa verulega góða, — þar til gerSa flugulínu. — Helzt ætti línan (og flugugirnið) að vera „taperuS", þ. e. mjókkandi fram eftir og í réttu hlutfalli viS stöngina. Einnig þarf stöngin að vera sæmileg, og segjum ca. 9 fet á lengd. Mjög er æskilegt að veiSihjólið sé einnig í réttu þyngdarhlutfalli við stöngina. Ef þetta er allt í sæmilegu lagi og gjörla er farið eftir meSfylgjandi skýring- um og teikningum, væri ég vonsvikinn, ef enginn yrði árangur um aukna þekking. 11,00 (sjá 2. mynd). Að athuga það, sem hér vegna þess, að allur galdurinn liggur einmitt í þetta. TakiS slakann af línunni (l.mynd). Svei Aftur-kastið. Til þess aS læra aS kasta flugu, skulum við hugsa okkur að viS hliðina á manni sér stór klukka, sex feta há. Þetta getur hjálpað til þess að skýra, hvemig flugukast er framkvæmt. — Klukkan er hægra megin við mann og myndimar fimm, er fylgja greininni, sýna greinilega, hvað átt er viS. Hafið ea. 10—15 fet af línu úti er þér byrjið og haldiS stönginni sem næst lágréttri, eins og sýnt er á mynd 1 (punktalín- an). Nú byrjar kastiS með því aS þér lyftið stönginni hægt til kl. 10 eða 10,30 (mynd 1.) og dragið samtímis með vinstri hendinni slakann inn, sem kann aS vera á línunni; sveiflið síðan léttilega upp á við, eins og þér ætluðuS að sveifla línunni heint upp í loftiS og stöSvið stöngina viS kl. 11,00. Sveiflan eða rykkurinn ætti þó helzt ekki að vera nema milli kl. 10,45— hefir verið sagt, hefir mikið að segja bak-kastinu. Nú skulum viS endurtaka lið síSan léttilega — en snöggt — eins 18

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.