Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Blaðsíða 24

Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Blaðsíða 24
Guðmundur Einarsson frá Miðdal: PEQAR „TÆKIFÆRIГ KOM VIÐ SOOIÐ Myndin er tekin, þegar laxinum var raöað upp fyrri daginn. SOGIÐ, mesta bergvatn á Islandi, er dyntótt sem veiðivatn og ber margt til þess. Mikið vatnsmagn, ójafn botn, mikið æti í vatninu og það sem verst er: Vatnið er svo kristaltært, að tálbeit- ur og lína sjást of vel. Þó eru hinar eftirsóknarverðu hliðar Sogsins eigi færri en gallarnir, það sést á því, að þeir veiðimenn, sem eitt sinn hafa komizt yfir byrjunarörðugleika Sogsins (það getur tekið eitt til 4 ár), sækja þangað alltaf aftur. En eigi er það hent óþolinmóðum. Sogið er veiðivatn hinna 1000 möguleika. Sá maður, er ég hygg að bezt hafi þekkt Sogið, var Ei- ríkur heitinn á Syðribrú. Honum fannst mikið vanta á að hann þekkti fossana rétt við túngarðinn fullkomlega, hvað þá meir. Eiríkur kvaðst hafa kynnzt Soginu bezt að vetri til, því þá mætti oft sjá misfellur botnsins bezt. Að hann hafði hugsað sitt mál, sést bezt á því, að hann eyddi aldrei tíma að óþörfu við veiðar. Hann beið þangað til hið rétta veður kom, fyrir hvem stað. Með stöðu sólarinnar var hann óvenju nákvæmur. Honum á ég að þakka, að ég hefi náð í stórurriða og lax uppi við fossana og stórsilunga í Kaldárhöfða-sogi. Einnig vissi hann ótrúlega vel hvað fært var á bát við fossana — svo nákvæmur var hann, að hann rak sumstaðar hæla í bakkana til að miða við. — Þau fáu skipti, sem ég hefi komizt hætt í báti eða í vöðlum á þessum slóðum, var þeg- ar ég breytti á móti ráðum hans. 1 25 ár hafði ég átt við veiðar víðs- vegar í Soginu; ávallt fundið nýja mögu- leika. Oft komið með heila hestburði af laxi og silungi og oft tómhentur. Það er raunar óþarfi að koma tómhentur úr Soginu, því þar er nóg af bleikju og smá- urriða, en undantekningarlaust hætta Sogsveiðimenn á þeim slóðum, en leita þangað sem „þeir stóru“ liggja. Það eru lífsvanir karlar, sem séð hafa flest veiðarfæri og þekkja þau. Margur þeirra hefir ef til vill spón eða flugu í sér, urriðinn er uggastór og straumvanur, vanur að „hrista úr sér“. Laxinn kemst allt að írufossi og er hann verri viðureignar, sökum þess, að hann sækir í gjárnar þótt hann taki á flúðun- um. 22

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.