Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Blaðsíða 37

Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Blaðsíða 37
Gengur nú svo um stund, að enginn mælir orð, enda spenningurinn mikill, þar sem þeir höfðu ekki orðið varir fyr um daginn. Eftir dálitla stund verður veiðimönnunum tveimur, sem báðir voru með fisk á önglinum, starsýnt hvorum á annan, því að línur þeirra koma saman úti í miðjum hylnum. Er þeir höfðu dregið upp línurnar kom skýr- ingin, því að sami fiskurinn, 14 punda lax, var á hjá þeim báðum. Annar öngullinn var magagleyptur, en hinn var í kjaftinum. Gráðugur hefir hann verið sá. Þetta er ekki „bara veiðimannasaga", held- ur atburður, sem raunverulega átti sér stað 8.1. sumar. * ÉR á dögunum var ég staddur þar sem tveir gamlir laxveiðimenn hittust af til- viljun. Þeir höfðu fyr verið félagar í mörgum veiðiferðum, en nú var langt síðan þeir höfðu hitzt. Þeir tóku tal um gamla daga og bar margt á góma. Allt í einu segir annar: „Manstu þegar þú lánaðir mér „aftaníhnapp- inn“? Það er sá bezti flibbahnappur, sem ég hefi nokkru sinni haft. Ég nota hann enn þá, þó liðin séu fimm ár síðan ég fékk hann, og ég get ekki hugsað mér að missa hann“. „Nú, hver fjárinn“, anzar hinn, „fékkst þú hnappinn?“ Um leið flettir hann frá sér jakk- anum, tekur upp flibbann sinn, sem var laus að aftan og segir: „Ég hefi ekki haft aftaníhnapp siðan!“ * eðurblíðan yfir hátíðarnar heillaði nokkra veiðimenn til veiðiferðar. Fóru þeir Valtýr Guðmundsson, Guðmundur Bjarnleifsson og Baldvin Jónsson upp í Elliðavatn, laugardag- inn 6. janúar. Fiskuðu þeir einn lax og nokkra silunga. Enda þótt þetta sé sönn veiðisaga, væri lýgilegt að segja að laxinn hefði verið fallegur og feitur. Hinsvegar voru silungarnir feitir og góðir. * ORGUN einn i sumar kom veiðimaður til Benedikts Bachmanns, sem eins og kunn- ugt er er vörður við Elliðaámar. Veiðimaður- inn, sem hér um ræðir, fór að eins og flestir aðrir: Hann spurði Bachmann hvað væri að frétta, „hvort hann hefði vaðið“ um nóttina o. s. frv. Bachmann, sem var í verulega góðu skapi þenna morgun, sagði lítt frétta nema það að óvenjulega stór laxatorfa hefði farið upp ána um morguninn. „Og“, sagði Bach- mann, „það einkennilega við þetta var, að einn stærsti laxinn í vöðunni er eineygður. Hefi ég heyrt að Steingrímur rafmagnsstjóri hafi heitið stórum verðlaunum þeim, sem veiðir laxinn“. „Ha! Verðlaunum?" spurði veiðimaðurinn og tókst allur á loft af hrifningu. „Hvar held- urðu að sé bezt að reyna við hann?“ Benedikt svaraði þeirri spurningu greiðlega og bætti svo við um leið og hann sneri sér brosandi undan: „En ég ætla að ráðleggja þér að renna vinstra megin við hann, því að hann vantaði hægra augað!“ * Ú meinlega villa hefir slæðzt inn í grein Guðmundar frá Miðdal, að landið, sem hann veiddi í, er kallað Árskarðsland, en á að vera Ásgarðsland. 35

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.