Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Blaðsíða 5

Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Blaðsíða 5
il; þar beljar allur meginstraumur ár- innar á; fyrir ofan flúðina er vatns- kúfur með hvítfyssandi öfugbáru upp í strenginn, en fyrir neðan iðar flaum- urinn í hringum og sveipum og breiðir sig svo niður eftir á; verður alltaf víðari og lygnari, þangað til lónið end- ar á grunnu, löngu broti, góða færis- lengd fyrir neðan steininn, sem ég stend á. Vandinn er að fá fiskinn til að sjá agnið, koma því á þann stað, sem hon- um er léttast að taka það, og vera þó svo langt frá sjálfur, að maður sjáist ekki. Við þetta er margs að gæta. Beit- an má ekki haggast á önglinum; því verður að slæma agninu frá sér, svo að það detti á vatnið af eigin þunga, en ekki kasta því. Bezt er að leggja það niður og láta strauminn svo flytja það, en því verður ekki alltaf komið við. Þegar nóg er gefið út og agnið kemur þar sem ætla má, að laxinn standi undir, á að draga stöngina hægt til baka, svo maður hafi gott vald á færinu og finni hvort tekið er, en þá verður að gæta þess að agnið fari ekki upp úr vatnsskorpunni. Venjulega er því bezt að leggja stangaroddinn niður að vatni, þegar agninu er haldið upp í straum. Til þess að geta komið agninu nógu langt frá sér, er bezt að standa sem lengst úti og hafa straumlínuna nær því beint fyrir neðan sig, að minnsta kosti ekki meira en stangar- lengd út frá sér. Það er gott að láta agnið sveipast fram og aftur í hringiðu áður en það er stöðvað; með því eru mestar líkur til að lónbúinn veiti því eftirtekt. — Þessu lóni háttar einmitt svo, að hring- flaumurinn tekur agnið þegar það kem- ur niður fyrir flúðina og ber það í löngum sveiflum niður í lygnu. Þar sem slikju slær á vatnið og straumur og lygna mætast, er laxinn oftast fyrir. Meðan laxinn er feitur og nýr úr sjó, er honum tamt að standa kyrr fyrir ofan brot, tifa uggunum rétt til við- halds og láta vatnið líða gegn um tálkn- in án þess að leita annarar fæðu. Þó má með lagi oftast fá hann til að sinna feitum, góðum maðki, eða vel gerðri flugu, því náttúran sjálf hefir ekki föng á að bjóða eins gimilegt æti eins og maðurinn getur framreitt, ef hann leggur sig til. í þriðja sinn, sem ég kasta, finn ég kyrrð á færinu, þar sem það annars er vant að fljúga fram hjá undan straumnum. Ég lyfti stönginni upp, ekki snökt en fast, og finn þennan kvika, þunga kipp á móti, sem er gleði og eftirlæti allra laxdorgara. Ég held stönginni þétt upp nokkra stund, til þess að festa vel í, og vind færið upp á hjólið hægt og hægt. Nú byrjar leik- urinn. Lónið er langt og vítt og greið- fært vatn bæði fyrir ofan og neðan; laxinn heldur sig enn á sama stað, en hann getur tekið roku niður eftir allri á, svo langt sem hann kemst, þegar minnst varir. Þess vegna er ætíð sjálf- sagt, að fara upp á þurrt land með stöngina, þegar lax er á, svo að hægt sé að hlaupa með honum, ef á þarf að halda. Það er ætíð hættulegt að leíka við laxinn með langri línu. Krókurinn getur staðið illa í og losnað úr fisk- inum, ef tökunum er sleppt og slakað til á færinu. En aftur er hins að gæta, ef laxinn hleypur af stað með fænð, að reisa stöngina upp svo nokkuð sé eftir af færinu að leggja til, ef hann stekkur upp úr vatninu. Stórlaxar gera þetta oftast við endann á fyrstu sprett- unum, meðan þeir eru óþreyttir. Þegar laxinn stekkur, verður að leggja stöng- ina flata, svo að ekkert haldi í færið, annars er laxinn manni misstur. Sá sem ég hef nú á færinu er náiægt

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.