Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Blaðsíða 8

Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Blaðsíða 8
Gunnar Bachmann: ATHYGILIN — VIÐ ANA V7 lugufiski er vafalaust einhver allra skemmtilegasta og fjölþættasta íþrótt, sem iðkuð er, og hefir um það efni mikið verið rætt og ritað. Enda er efnið margbrotið og svo að segja ótæmandi. Verður því ekki gerð nein veruleg skil í stuttri blaðagrein. Hins- vegar langar mig til að drepa á einn þátt þess máls, — þátt, sem er ákaf- lega skemmtilegur, — og ég vil kalla „strammara" veiðimannsins, þeg- ar lengi hefir verið „barið“ og einskis orðið vart. Er hér átt við hinar ýmsu hreyfingar laxins í og yfir vatnsflet- inum. „Þegar hann sýnir sig“, eins og við segjum á veiðimáli. Sérhver athugull laxveiðimaður mun hafa veitt því eftirtekt, að það er mjög mismunandi hvernig laxinn vakir eða kafar í vatnsskorpunni. En þetta er mjög athyglisvert, og ættu veiðimenn að gefa því meiri gaum en almennt er gert. Því allar líkur eru til að einmitt þetta — ef gaumgæfilega er athugað — tryggi veiðimanninum meiri veiði en ella. Og þá með réttri aðferð við þann lax er vakir eða kafar. Þekktir erlendir laxveiðimenn, sem sérstaklega hafa athugað þetta, þykjast hafa sannprófað, að aðallega sé það á í þrennskonar máta sem laxinn hreyfi sig í vatnsborðinu, þegar vilji er á hon- um. Almennt er, eins og flestum er kunn- ugt, að hring slái á yfirborðið, er laxinn vakir. Er þetta líkt og hjá sil- ung, aðeins ákveðnara. Þetta á sér stað er laxinn grípur eitthvað á yfirborð- inu, eða mjög nærri því. Þó getur hringurinn hafa myndast af sporðinum á niðurleið, eftir að laxinn var við yf- irborðið eftir svifi.1) 1 báðum þessum tilfellum er þetta „gefinn fiskur“ á flugu, ef rétt aðferð er notuð. En að- ferðin fer eftir því, hvort laxinn tók svifið á yfirborðinu eða rétt undir því. Hafi manni virst hann taka á yfir- borðinu, er flot-fluga (Dry-fly) hið rétta. Hafi hann hinsvegar tekið svifið undir yfirborðinu, þá á kaf-flugan (Wet-fly) mikið betur við. Stundum er það að laxinn kafar, þannig að hann kemur upp með haus- inn fyrst og síðan sér á bakuggann um leið og hann fer niður aftur. I þessu tilfelli tók hann svifið undir yf- irborðinu — aðeins á annan máta en í því fyrra. Og tekur laxinn kaf-flug- una aldrei jafn vel og þegar þannig liggur á honum. Algengt er það, að laxinn skvetti sér líkt og silungur. Þetta á sér stað er hann sér svifið langt að og tekur tilhlaup — ef svo mætti að orði kveða — en getur ekki stöðvast í tæka tíð. Þegar hann hagar sér þannig, er einn- ig vilji á honum og ætti þá að vera góður á flugu. En hinsvegar, þegar maður sér lax- inn stökkva allan upp úr vatninu, með tálknin og kjaftinn lokaðann og lætur sig falla þungt á kviðinn — er verra í efni. Álitið er að þegar hann hagar sér þannig, sé það vegna óþæg- inda í hrygningarfærunum og engin 1) Svif = allt, sem berst með straumnum í eða undir yfirborði. 6

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.