Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Blaðsíða 12

Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Blaðsíða 12
á straumlaginu. Það er bezt að standa sem lengst fyrir ofan laxinn, þegar veitt er á maðk og renna beint á þann blett, sem hann liggur á. Laxinn virð- ist stundum vera svo latur, að hann hreyfir sig ekki, til þess að taka beit- una, nema að hún komi beint að hausn- um á honum, en aftur á móti hleyp- ur hann stundum á móti beitunni strax og hann sér hana. Vanalega dregur laxinn að sér línuna, þegar hann hefir tekið beituna. Er þá bezt að gefa eftir á línunni, á meðan hann er að taka, svo að hann merki ekki að haldið sé á móti honum. Eftir mín- útu er laxinn áreiðanlega búinn að gleypa öngulinn með maðkinum. Veiðimaðurinn dregur nú línuna að sér, þannig að hann finni vel, hvort laxinn er með öngulinn, og ef svo er, kippir hann snöggt en liðlega í línuna, til þess að festa laxinn, sem kallað er. En ekki er sopið kálið, þótt í ausuna sé komið, því nú er eftir að ná laxin- um á land. Va:nalega gengur þetta sæmilega, ef viðkomandi er ekki of veiðibráður og tekur of fast á, svo að hann slíti girnið eða línuna. Það er eig- inlega alstaðar hægt að fiska á maðk, þar sem lax liggur, bæði neðan við fcssa og í strengjum og fljótum, og þykir þetta auðveldasta aðferðin fyrir þá, sem lítið eru vanir. AÐ fiska á spón og ýmsa gervifiska er orðið nokkuð almennt meðal veiðimanna. Við þessa veiði-aðferð eru notaðar sterkari stangir, og það hefir ekki svo mikið að segja, þótt girnin séu ekki grönn. Með þessum áhöldum kastar veiðimaðurinn sem lengst frá sér, vanalega skáhallt undan straum, og um leið og spónninn kemur í vatnið, byrjar veiðimaðurinn að draga spón- inn eða gerfifiskinn á móti straumn- um, en sigurnaglar, sem eru á girn- inu eða við gerfifiskin, gera það að verkum, að hann snýst með miklum hraða, en þetta eltir laxinn oft með mikilli grimmd. Sérstaklega síðla sum- ars er honum ákaflega uppsigað við þessa skolla, enda verður honum líka hált á þessu, einkum í skollitu vatni — og stundum glampandi sólskini, þó að vatnið sé tært. Þessi veiðiaðferð verð- ur að teljast leiðinlegust og grófgerð- ust af þeim, sem notaðar eru við lax- veiði á stöng. Á. kem ég að þeirri veiðiaðferð- inni, sem þykir listrænust og sem stendur sízt að baki öðrum íþrótt- um, ,en það er það sem veiðimenn kalla að fiska á flugu. Þessi veiðiaðferð er ákaflega margbrotin og byggist að miklu leyti á þekkingu og leikni veiði- mannsins. Flugur þær, sem fiskað er á, eru auðvitað gerfiflugur. Þær hafa mismunandi nöfn og númer. Laxaflug- ur eru frá númer 6—0, upp í númer 12, sem eru minnstu laxaflugurnar. Þessar flugur eru í öllum regnbogans litum, og vel það. Þær eru gerðar á þann hátt, að til þess gerðir önglar eru skreyttir með marglitum fjöðrum, en búkurinn, sem myndaður er utan um öngullegginn, er vafinn með silfur- eða gullvír, en hver einstök fluga er vanalega marglit. Framan af sumri eru mest notaðar ljósar flugur, aðallega silfurlitaðar, en dekkri seinni hluta sumars, og það er ekki fjarri því, að liturinn á flug- unum sé í samræmi við þær litbreyting- ar, sem verða á laxinum. En það, sem veiðimenn leggja aðallega til grund- vallar með val á flugum, er litur lofts- ins og veðrið yfirleitt. Það er sagt að veiðimenn kenni veðrinu um, ef þeir ekki fiska, en þeir hafa áreiðanlega 10

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.