Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Blaðsíða 32

Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Blaðsíða 32
Emil Rokstad Holl ráð Emil Rokbtad er vafalaust einn helzti stangveiðimaður hér á landi. Hann er einn þeirra manna, sem hægt er að segja um, „að hafi fæðst með veiði- stöngina í hendinni". Allt frá barnæsku hefir hann fengist við stangarveiði, og heima í Noregi þótti hann þegar sem unglingur hinn efnileg- asti flugukastari. En flugu kastar hann fagurlega og með mikilli nákvæmni. Um fjöldamörg árabil fékkst hann við laxveiðar og getur litið um öxl yfir „stóra veiðidaga“. Seinni árin hefir hann aðallega stund- að silungsveiðar í Elliðavatni, — og fer þar fyrir Rokstad eins og mörgum helztu stangveiðimönnum, að hann skemmtir sér bezt við silunginn. Ekki þarf að taka fram, að Rokstad þætti hann tapa veiðimannsærunni ef hann notaði aðra beitu en flugu. Eins og vikið er að á öðrum stað í blaðinu, er Rokstad höfundur hinnar ágætu veiðiflugu „Rokstads Speciale“ — en hún hefir blekkt margan fiskinn. Fyrir þá, sem eru að byrja að veiða, eru birt hér nokkur ráð og leið- beiningar um framkomu og meðferð veiðarfæra: Verið rólegur og kyrlátur á meðan þér veiðið. Fiskarnir geta bæði séð og neyrt hreyfingar og hávaða, sem þeir forðast. Róið gætilega á veiðistaðinn og farið ekki of nálægt öðrum veiðimönnum, sem eru á sama vatni og þó sérstaklega ber þess að gæta ef maður er á vélbát. Stengumar eru hafðar aftan í bátnum og stangartoppamir látnir vita aftur. Kynnið yður dýpi og botn vátnsins með því að lóða og setjið á yður með því að miða staði í landi. Veiðistöngum er haldið við með því að bera á þær femis og lakk. Hjólin eru smurð vel með sýrulausri olíu eða feiti. Bezt er að geyma stengur á köldum stað. Sól og hiti eyðileggur samskeytin. Bezt er að veiða frá hléborða, þegar veitt er á bát. önglamir eru brýndir með „carbor- undum“ steini. Girni á að bleyta svo sem hálfri stundu áður en á að nota það. Gætið þess að melur komizt ekki í flugusafn yðar. Þurkið línuna vel eftir notkun. Takið hana helzt af hjólinu eftir hverja veiði- för. Athugið styrkleika línunnar fyrir veiðiför, með því að slíta dálítinn spotta framan af henni. Gott er að smyrja línuna við og við með feiti, en þess verður þá að gæta, að hún sé vel þurr. 30

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.