Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Blaðsíða 38

Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Blaðsíða 38
Lítil ferðasaga FRAMH. AF BLS. 33. vindur og þó ekki væri hvasst var nokkur bára á vatninu og bátinn var að reka alveg upp í grjótið; taldi ég líklegt að hann myndi laskast, ef hann færi að berjast flatur í fjörugrjótinu, og nú var um tvennt að velja. í fyrsta lagi að reyna að ná í silunginn og lofa bátnum að eiga sig á meðan, og í öðru lagi að stökkva út úr bátnum og draga hann að nokkru á þurrt og bjarga hon- um þannig og láta auðnu ráða því, hvað um silunginn yrði á meðan. Ég tók síðari kostinn, því að ég vildi fyr- ir engan mun skemma bátinn; stökk ég þegar fyrir borð, er báturinn kenndi grunns, og dró hann til hálfs upp í fjöruna, en á meðan varð ég að leggja stöngina frá mér og skorðaði hana í bátnum. Þegar bátnum var óhætt tók ég til að vinda upp línuna á hjólið, en um leið og á henni stríkkaði synti sil- ungurinn þvert fyrir bátinn að aftan, svo að línan festist undir afturstefn- inu. Þar reif hann sig af og hefi ég ekki séð hann síðan. — Svo fór um sjó- ferð þá. EKKI missti ég þó kjarkinn með öllu fyrir þetta, en lagði aftur á stað og þræddi slóðir þær, er ég hélt að helzt væri fiskvon á. Gekk mér all- vel og var alltaf öðru hverju var, en allt var fremur smátt, sem ég fékk. Sneri ég svo austur með landi aftur og þegar ég var kominn heim undir bæ- inn, sá ég allmarga menn að veið- um þar á flúðunum skammt fyrir vest- an bæinn. Varð mér sérstaklega star- sýnt á einn þeirra; hann mun ekki hafa verið vanur veiðum og hafði að vopni bambusstöng mikla, á að gizka tuttugu feta langa; barðist hann mjög um, er hann kastaði önglinum með áhaldi þessu, en eigi fiskaði hann að sama skapi vel. Hinir reittu upp silung öðru hverju. Allt í einu sá ég að sá með stóru stöngina varð var. Rann nú aug- sýnilega á hann vígamóður mikill og dró hann veiðina að landi í ákafa mikl- um. En þá tók ekki betra við, um leið og hann laut niður til þess að hrifsa silunginn, sleit hann sig af og synti á stað — og maðurinn stakk sér á eftir. Mér virtist hann verða allvotur og ekki leizt mér veiðimannlega á hann, þegar hann stóð upp stígvélafullur og leit í kringum sig. — Það þurfti ekki að því að gá — allir skellihlógu. JÆJA, ég hélt nú áfram og reri að landi fyrir neðan bæinn til þess að drekka morgunkaffið mitt. Hitti ég þar kunningja minn, Guðjón Bjarna- son að nafni, og samdist svo með okk- ur, að við yrðum báðir á bátnum það sem eftir var dagsins og skiptum jafnt veiðinni. Hann var þá búinn að fá eitt- hvað milli tíu og tuttugu og ég tæpa þrjátíu á bátnum. Guðjón reyndist hinn bezti ræðari; hann var snillingur að þræða með landi og kringum grynningar, án þess að festa spænina í botninum, og svo fór, að þegar við töldum um kvöldið, þá höfðum við samtals 196 silunga. Þetta var mikil veiði, og var ég orðinn þreytt- ur, þegar ég kom heim um kvöldið á hjólinu með pokann á bakinu, en það borgar sig að verða þreyttur, ef vel gengur. Ýms atvik hafa valdið því, að ég get varla sagt að ég hafi rennt færi í Ell- iðavatn síðan. 36

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.