Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Blaðsíða 27

Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Blaðsíða 27
barð og mikinn „krók“. 3 laxar eru milli 27 og 29 pund, aðeins einn smálax. Um kvöldið sátum við hjá laxahrúg- unni og vorum næsta hátíðleg, ýms sjaldgæf atvik rif jast upp. Af Tvídægru og frá Fiskivötnum um stórurriðann uppi í Sogsfossunum, sem er sterkastur allra fiska og verri viðureignar en lax- inn. Mig undrað það hve þessi veiðiham- ingja hefir lítil áhrif á mig, en hínsvegar veit ég, að þetta var tækifæri, er ég hefi beðið eftir við Sogið í nærri 20 ár! Áður hefi ég ekki veitt yfir 12 laxa á dag — en nú er stundin komin. Um nóttina ligg ég við opnar tjald- dyrnar og hlusta á þungan dyn fossanna upp frá og minnist þess, að ég barðist eitt sinn við strauminn á Ljósafoss- brúnni í smábát með lélegar árar. Á þeirri stund var ég hátíðlegur og róleg- ur, eins og nú, er veiðigyðjan heimsótti mig. Var ekki viss skyldleiki milli þess- ara og annarra æfintýra við Sogið? Oft hafði ég farið of tæpt 1 leit að veiði, en nú var það ég sem hafði yfirhöndina — ekki Sogið. Næsta morgun, um 6 leytið, vakna ég steinþreyttur, en þetta lagast, er ég veð döggvott grasið, upp að „breiðunni“. Skógurinn ylmar nú eftir vætuna undan- farið og vatnið er blýgrátt, fjólublá ský í lofti. Aftur finn ég að veiðigyðjan er við hlið mér — ég er alveg viss — veit hvar hann er, hvað hann tekur. Jú, strax er hann á — stórlax, sem kafar eftir flugunni í yfirborðinu. Fjór- ir koma á land fyrsta klukkutímann, og mig furðar á hve óvægilega ég fer með þá á færinu. Þegar fram á kemur, dofnar hann. Náttúrlega kenni ég félögum mínum um það. Þeir eru nú komnir á vettvang. Þá byrja ég með spón. — Fastur? Nei — litla kaststöngin kippist niður á við, lax- inn tekur út % af hjólinu, áður en ég átta mig á að fylgja honum, og það sem verra er, hann hopar, neðan við flúðina er dálítið vatn — eða vídd. — Ég veit strax að laxinn er tapaður, ef hann kemst niður eftir. Tvisvar eru aðeins nokkrir yards eftir á hjólinu, og tek í síðara skiptið á eins og ég þori. Þá stekkur laxinn fyrst, félagarnir reka upp óp, en ég missi þá öryggiskennd, er ég hefi haft undanfarið; verð beinlínis skelkaður, því svo ferlegur er laxinn — 40 pund, hugsa ég — og þoka honum upp á við. Bara að félagar mínir horfðu ekki á mig! Loks næ ég laxinum upp fyrir flúð- ina. Þar er þrengra um hann, og ég næ aftur jafnvæginu og landa þessum risa eftir tiltölulega skamma viðureign. Þetta var hrygna, 127 cm. að lengd. í Reykjavík reyndist lax þessi vera 34% pund (vigt mín tók hann ekki). Umál var 67 cm., hausinn lítill. Sam- kvæmt ágizkun var hann búinn að vera 1—1V2 mánuð í ánni — ekki orðinn rauðleitur. — Stærðarinnar vegna gat hann verið 40—42 pund, og sjáanlegt var, að hann var farinn að þynnast. Auk laxanna fékk ég 5 sjóbirtinga. Samtals 17 pund. 3 smálaxar eyðilögðu vigtina, þeir vógu allir ekki nema 19 pund, en allir 37 laxarnir vógu 654 pund, eða 17% pund að jafnaði. Um veiði þessa hafa myndazt sögur, nokkuð æfintýrakenndar. Bæði hvemig veitt hafi verið, og hverju hafi verið bætt við, en ljósmynd sú, er fylgir, gefur nokkra hugmynd um veiðina, en raunverulega voru 26 laxanna veiddir á flugu — þar af 11 á sömu flugu er ég hafði bundið sjálfur. 6 tóku spón en 5 gerfisíli. Bezt er að hætta hverjum leik, þá hæstur er. „Tækifærið“ er sjaldgæft! 25

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.