Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Blaðsíða 29

Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Blaðsíða 29
Höfundur greinarinnar er auðsýnilega ánægður með veiðina. hrekkur í sundur, þegar mest á reynir. Vil ég taka þetta fram, vegna þess að ég hefi ekki orðið var við að menn hefðu þetta fyrir reglu. Girni getur verið gott í tauma, en það verður alltaf að vera mjúkt, þegar það er notað. Ég veit að veiðimenn skylja, að þessi óhappasaga er sögð hér, ef hún mætti verða öðrum eins og hún hefir orðið mér: góð bend- ing um að vera vel heima í öllu því, sem að veiðiskapnum lítur, og valda ekki ónauðsynlegum mistökum, sem koma niður á fiskinum. Ekki get ég lokið máli mínu svo, að minnast ekki nokkrum orðum á hina miklu kosti flug- unnar í sambandi við þetta. Þó að al- gengt sé, að fiskur fari með flugu í sér, eru þess mjög fá dæmi að það komi að sök, og nokkur dæmi eru til, að fiskur veiðist með flugu í trjónunni, og eru þá hinir sprækustu, og má ef til vill geta þess til, að svona „dekoreraðir“ fiskar, sem með harðfengi hafa sloppið úr klóm veiðimannsins, njóti hinnar mestu virð- ingar í ríki fiskanna, — og ekki ósenni- legt, ef það eru hængar, að allar vilji hrygnur með þeim ganga. En án gamans: það er sama, hvar maður grípur niður í veiðiskapnum. Flugufiskið er framar öllum öðrum að- ferðum, bæði frá tæknislegu og mannúð- arlegu sjónarmiði. Enskir veiðimenn hafa að orðtaki, að sá komi „hreinn“ heim, sem ekkert hefir fengið. Ég vil segja, að sá komi hreinn heim, sem veið- ir með flugu, þótt hann hafi veitt vel. Góður veiðimaður — GÓÐUR VEIÐIMAÐUR brúkar al- drei gömul gimi. Gæta skal þess, að þurrka þau aldrei í sólarbirtu. Betra er að bleita girnin í ákveðinni blöndu af vatni og glycerini en hreinu vatni. GÓÐUR VEIÐIMAÐUR fer vel með veiddann fisk. GÓÐUR VEIÐIMAÐUR hefir góða umgengni við ána og hlýtir möglunar- laust settum reglum. GÓÐUR VEIÐIMAÐUR ber um- hyggju fyrir veiðitækjum sínum og gæt- ir þess vandlega að þau séu alltaf í góðri hirðu. GÓÐUR VEIÐIMAÐUR ætti aldrei að skreyta hatt sinn með veiðiflugum, því að afleiðing þess er sú, að flugurn- ar upplitast, auk þess sem fluguboxið er ólíkt hentugra. GÓÐUR VEIÐIMAÐUR þurkar lín- una sína strax að aflokinni veiðiferð. Gott er að smyrja hana við og við með þai til gerðri feiti. GÓÐIR VEIÐIMENN — eru góðir félagar. 27

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.