Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Blaðsíða 13

Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Blaðsíða 13
oft ástæðu til þess. T. d. hér sunnan lands, er sunnan- og austan átt með lofthita og smáregnskúrum, viður- kennt gott fluguveður. Það allra bezta fluguveður, sem hér þekkist er, að í viðbót við þetta séu dökk regnský með sterkum fjólulitum bláma í fjöllum. Hafátt, sérstaklega ef kuldi er með, er lakasta veiðiveðrið, að undantek- inni þoku, sem er það allra versta veiðiveður, sem hægt er að fá, því að þokan gerir vatnið óvenjulega gagn- sætt og glært. Flugustöngin er venjulega grennri en aðrar stangir. Hjólin eru líka mjög vönduð. Þá má nefna, að notuð eru líka sérstök köst, en svo nefna veiði- menn girni það, sem haft er framan við línuna. Eru þau grennri eftir því, sem framar dregur og þá grennst við fluguna, og sér þá laxinn ekki annað en fluguna sjálfa. Veiðimaðurinn byrjar að kasta flug- unni á þann hátt, að hann sveiflar stönginni beint aftur, yfir sig, kastar henni b.eint fram í áttina til þess stað- ar, sem hann vill ná með flugunni. Hann endurtekur þetta og um leið smá- lengir hann línuna, þangað til hann hefir náð með flugunni á þann blett, sem hann álítur að laxinn liggi á. Þetta getur gengið tímunum saman, en ann- að veifið er skipt um flugu, til þess að finna þá réttu, ef auðið er. Jafnframt hefir veiðimaðurinn verið að æfa sig í því að kasta línunni fallega, því að ekki má gera áberandi rák á vatnið, og á flugan helzt að detta eins og dropi á það. Þetta kostar langa og viðvar- andi æfingu, ef viðkomandi vill ná góðum árangri. Ef veiðimaðurinn er þolinmóður get- ur svo farið, að allt í einu bregði fyrir ljósum glampa í vatninu, og samstund- is rennir lax sér léttilega upp í vatns- Morgunn við veiðimannahúsið við Víghól í Kjarnadal. borðið. Hann grípur fluguna, og þegar laxinn rennir sér áfram niður á við, kemur sporðurinn upp úr, en hverfur um leið. Nú er rétta augnablikið til þess að taka þétt en liðlega í línuna — og laxinn er fastur. Stundum stekk- ur laxinn líka alveg upp úr vatninu og kemur beint niður á fluguna. Óvanir veiðimenn hrökkva oft við, því að þeir hafa ekki átt von á þessum galsa. Þeir eru þá stundum of fljótir, svo að lax- inn nær ekki flugunni, eða þá of sterk- ir og slíta á fyrsta átaki. Þegar veiði- maðurinn byrjar að þreyta laxinn, er bezt að halda stönginni þannig, að hún vísi vel upp á við, með því kemur sveigja stangarinnar að fullum notum. Bezt er að hafa sem allra minnst af línu úti, því þannig hefir veiðimaður- inn bezt vald á laxinum, og er sérstak- lega gott að hafa línuna til vara, ef laxinn tekur harða spretti. Það er nauðsynlegt að venja sig á að fara varlega með að lenda laxi, sem er veiddur á flugu, því að flugan stendur oft mjög grunnt í munni hans. Eitt það allra bezta við fluguveiðina er, að fisk- urinn er algerlega jafn góður eftir, eða skaðlaust særður, þó hann missist, en

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.