Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Blaðsíða 18

Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Blaðsíða 18
Sæmundur Stefánsson: Skemmtileg íþrótt ALDREI hefi ég orðið þess var, að íþróttasíður blaðanna hér birtu neitt viðkomandi stangaveiði, og gæt- ir þó oft langsóttra frétta þar. Er mér næst að halda, að sumir hverjir telji hana jafnvel ekki til íþrótta, en það eru þeir einir, sem ekkert hafa kynnzt henni. Ef til vill stafar þessi misskilningur af því, að í flestum íþróttum geta þeir einir skarað fram úr, sem gæddir eru einhverjum sérstökum líkamlegum yf- irburðum, og aðeins geta notið sín á léttasta skeiði. Og margar íþróttir eiga tilveru sína að miklu leyti að þakka keppninni. Þessu er ekki þannig varið með stangaveiði, því hana geta menn stund- að frá bernsku til elliára, og enda þótt heilbrigður líkami njóti sín þar bezt, sem við annað, þá eru þeir þó fjölda margir, sem hafa fulla ánægju og heilsubót af þessari íþrótt, enda þótt fatlaðir séu eða heilsubilaðir. Mér er sagt um frægan enskan lækni, að hann hafi oftsinnis ráðlagt taugaþreyttum sjúklingum sínum að kaupa sér veiðistöng og fara upp í sveit, í stað þess að senda þá á eitt- hvert hressingarhælið. Englandsmeistarinn í stangaköstum, Mr. Greenaway, hlaut svo mikinn á- verka í síðustu styrjöld, að hann ber síðan gervihandlegg og öxl hægra megin, en til stangaveiði kunni hann ekkert áður. Nú er það atvinna hans að kenna þessa íþrótt, jafnhliða því, sem hann keppir í köstum heima fyr- ir og erlendis. Einnig má geta þess, að til er útbún- aður með stöngum, sem þannig er gerður, að einhentir menn geta veitt með þeim, og eru ótaldar þær stundir, er þessir menn hafa stytt sér við veiði- skap. ÉR á landi hefir stangaveiði rutt sér mjög til rúms hin síðari ár, og er tiltölulega stutt síðan að hún þekktist, nema meðal einstöku manna í Borgarfirði og Reykjavík, en þeir höfðu lært af Englendingum, sem dvöldu hér við veiðar sumarlangt. Þá var aðeins veitt þar sem mest var veiði- von, enda margar veiðiár svo rányrkt- ar með netaveiði, að lítið þýddi að reyna þar stangaveiði. Var svo komið, að i mörgum þeirra var að mestu eða öllu búið að eyðileggja veiðistofninn. Eftir að stangaveiðin var orðin það eftirsótt bæði af útlendingum og inn- lendum mönnum, að arðvænlegt þótti að leigja árnar til stangaveiði, varð um leið að takmarka að mun netaveið- ina, og var aðstaðan víða þannig, að hætta varð henni með öllu. Þetta reyndist oft óframkvæmanlegt á þeim stöðum, sem margir áttu hlut að máli, 16

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.