Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Blaðsíða 11

Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Blaðsíða 11
ið fjör í þessum hópgöngum. Um og aftan við miðjan hópinn taka nokkrir laxar sig á loft, og sendast áfram með busli og sporðaköstum. Oft hverfur hópurinn skyndilega og kemur svo í ljós á öðrum stað, á sama hátt. Þegar komið er nærri háflæði nálgast þessar vöður og fara jafnframt nokkuð upp í ána, og er þá vanalega mikill hraði á öllum hópnum. Áin verður nú allt í einu í boðaföll- um, en í öldukvikinu myndast glamp- andi, silfurlitar rákir, sem breytast snögglega, og verða eins og glitrandi maurildi, en þetta er endurkast frá hinum björtu líkömum laxanna, sem vanalega snúa til sjávar aftur, þegar þeir á þennan hátt hafa skoðað árós- inn. Á næsta flæði koma þeir aftur og nú fer laxinn hægara og heldur ákveð- ið áfram upp eftir ánni og dreifir þar úr sér, eftir ástæðum. Laxinn verður að smávenjast mismuninum á söltum sjónum og fersku vatninu. Hann held- ur sig því um tíma í ósum ánna, áður en hann ræðst til uppgöngu í þær. Ef við athugum hvað fyrstu laxarnir, sem 1 ána koma, hafast að, þá sjáum við að þeir hafa farið rólega yfir og látið lítið á sér bera, — áin hefir líka breytt sér frá því sem hún var sumarið áður. Nýir hyljir hafa myndazt, en aðrir hafa horfið, og allt þetta þarf athug- unar við. Nokkrir laxar hafa stanzað undir háum fossi, en þeir geta ekki stokkið fossinn, nema þeir hafi æft sig fyrst. Þeir halda ótrauðir áfram æfingunum, þó þeir endaveltist niður hvað eftir annað. En einn góðan veðurdag sjá- um við lax taka sig upp fyrir neðan fossinn. Hann myndar bogalínu í loft- inu, nær fossbrúninni og hverfur í flauminn, en rýkur svo áfram eins og kólfi væri skotið, þar til straumþung- ans gætir minna. Á þennan hátt þok- ast laxinn smátt og smátt upp ána og fer að halda sig á vissum stöðum að staðaldri. — En þarna er sýnd veiði, en ekki gefin. AÐ munu flestir, sem reynt hafa, sammála um það, að stangaveiðin er skemmtilegasta veiðiaðferðin, sé hún stunduð af fullri mannúð, eins og góðum veiðimanni sæmir. Eftir því sem menn venjast stangaveiðinni, verður þeim léttara um allt, sem að þessu lít- ur, en eins og skiljanlegt er eru veiði- aðferðirnar mjög mismunandi eftir þeim ástæðum, sem fyrir hendi eru. Það er heldur ekki sama hvernig áhöld- in eru, sem menn nota, en laxveiði- áhöld eru dýr. Vönduð stöng, hjól og lína kostar 4 til 5 hundruð krónur, en vitanlega má fá veiðiáhöld fyrir mik- ið lægra verð eða niður í 150 krónur, en laxveiðiáhöld getur maður ekki kallað áhöld, sem kosta undir því verði. Ég kem þá að veiðiaðferðunum sjálf- um: Það sem mestu ræður er fyrst og fremst veðrið, litur og straumur árinn- ar, sem á að veiða í, og á hvaða tíma veiðin fer fram. Algengasta veiði-að- ferðin er að veiða laxinn á maðk. — Framan við aðallínuna er haft girni, tveggja metra langt. Á girnið er bund- inn öngull, og er bezt að hafa öngulinn ekki stóran. Þessi öngull er beittur með góðum ánamaðki, sumir nota tvo maðka. Sé straumur, þar sem er fisk- að, er sett blý á gimið 30 til 40 cm. frá önglinum. Þetta heldur önglinum nið- ur undir botni, og varnar því að beit- an berist of hratt yfir, en það er þýð- ingarmikið atriði. Allflestir, sem hafa áhuga fyrir veiðiskap komast fljótt á lag með að veiða á maðk, sérstaklega þeir, sem eru glöggir á að sjá, hvar laxinn liggur í ánni, en það sézt bezt 9

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.