Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Blaðsíða 16

Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Blaðsíða 16
Gunnar Benediktsson: Stangaveiðifélag Reykjavíkur r Ahugi fyrir stangaveiði hefir hin síð- ari árin farið mjög vaxandi hér í bænum, og þarf ekki lengi að leita að orsökunum til þess. í borgarrykinu og sleninu, sem kyrrsetur og innivera skapar, kemur innsta eðlið ríkar fram hjá mönnum en ella, þráin eftir útivist- inni í sveitasæluna við fossanið og fiski- sæl vötn, gerir sínar kröfur, og veiði- eðlið hjá íslendingum, hvort sem er í bæjum eða sveitum, gerir sífellt vart við sig, á hverju sem veltur. En þó að fiskar vaki í ám og vötnum, mæta stangaveiðimanninum ýmsir örð- ugleikar. Oft er mjög erfitt að fá leigð veiðiréttindi til lax eða silungsveiða á þeim stað og tíma, sem hentar báðum aðilum, leigutaka og eiganda réttind- anna. Útlendingar með f jármagni sínu hafa góða aðstöðu til að yfirbjóða mörland- ann og hafa náð hér beztu laxám á vald sitt, ef ekki til afnota allt sumarið, þá að minnsta kosti þann tíma sem beztur er úr sumrinu, sem hagstæðastur er í sambandi við laxagöngur og veiðiskil- yrði.. Þá hefir viðvaningsháttur byrjanda og kæruleysi veiðimanna í veiðiaðferð- um með stöng valdið margskonar erfið- leikum og tjóni, sem óhjákvæmilega dregur úr og spillir eðlilegri þróun þess- arar íþróttar. Til þess að draga úr þessum og ýms- um fleiri örðugleikum, er laxveiðimenn hafa við að etja, var Stangaveiðifélag Reykjavíkur stofnað. Jafnframt er það hugmynd þeirra manna, er stóðu að undirbúningi félags- stofnunar þessarar, að auka þekkingu þeirra manna, er áhuga hafa fyrir stangaveiði, á málum þeim er þar að lúta. Stangaveiðifélag Reykjavíkur var stofnað 17. maí f. á., hér í bænum. Samkvæmt ákvæðum félagslaganna er tilgangur félagsins þessi: a) Að veita þeim félagsmönnum, sem vilja, og eftir því sem við verðum komið, aðstoð til að fá leigð veiðiréttindi í veiði- ám og vötnum. b) Að vinna á móti því að notaðar séu veiðiaðferðir, sem eru ólöglegar eða líklegar til að spilla veiði. c) Að auka samvinnu meðal þeirra, er hafa áhuga á og taka þátt í lax- og sil- ungsveiðum, d) og að veita félagsmönnum fræðslu um lax- og silungsveiðar, eftir því sem tök eru á. Um inntökuskilyrði í félagið er þann- ig ákveðið í lögum þess, að þeim áhuga- mönnum er heimill aðgangur í félagið, sem meðmæli hafa frá þremur félags- mönnum, ef þeir undirgangast: 1) að misnota ekki venjulega og við- urkennda stangveiðiaðferðir, t. d. með því að krækja lax eða gjöra tilraunir til þess, 2) að koma jafnan vel fram við fé- lagsmenn og viðskiptamenn félagsins, 3) og að hlýta lögum félagsins að öðru leyti. Þung viðurlög eru lögð við brotum gegn reglum þeim, er félagið hefir sett félagsmönnum. Verði félagsmaður staðinn að veiði í óieyfi, eða beiti hann veiðiaðferðum, sem eru ólöglegar samkvæmt landslögum, eða eftir lögum félagsins, skal hann 14

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.