Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Blaðsíða 35

Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Blaðsíða 35
JÓN LEVÍ: I_ítíI ferðasaga AÐ var laugardagskvöld eitt að áliðnu sumri 1934, að veður var óvenju fagurt og datt mér allt í einu í hug að gaman væri nú að skreppa upp á Elliðavatn morguninn eftir og vita, hvernig silungurinn biti á. Ég hafði alloft farið þangað, ýmist með gerfi- beitu, maðk eða flugu og oft veitt vel, þó stundum hefði reyndar silungurinn verið óþarflega dutlungafullur við mig. — Jæja, ég snéri mér til herra Rok- stad á Bjarmalandi og fékk hjá honum veiðileyfi og leyfi til þess að nota bát, sem hann átti þar upp frá. Og hugði gott til fararinnar í þessu indæla veðri. En þegar ég vaknaði morguninn eftir var skipt um veður og leizt mér miður vel á blikuna. Það var kominn norð- vestan vindur, þó ekki allhvass, sudda- rigning og hálfkalt orðið í veðri. Nú, nú, hugsaði ég með sjálfum mér, veiði- skapurinn gengur líklega ekki allt of skemmtilega í þessu veðri. Datt mér fyrst í hug að hætta við allt saman og fara hvergi, en þó varð veiðilöngunin yfirsterkari. Ég lagði á stað á hjólinu mínu og var í mér hálfgerður kulda- hrollur. Mér hitnaði nú samt vel á leið- inni upp eftir og var kominn upp að vatni um fótaferðartíma. Leysti ég bát- inn og lagði frá landi; réri ég fyrst vestur með suðurlandinu, dró spóninn á eftir bátnum og varð brátt var. Var ég búinn að fá tvo eða þrjá silunga þegar ég kom vestur að höfða þeim hinum litla, sem skerst út í vatnið fyr- ir vestan bæjarvíkina. Þar virtist tölu- vert af silungi, því að þrír bitu á með- an ég reri fyrir höfðann. Nokkru vest- Greinarhöf. fiskar í Laxá í Leirársveit. ar mjög skammt frá landi var allt í einu þrifið heldur rösklega í „spón- inn“; stöngin fór á stað þar sem hún lá í bátnum — ég varð eins og gefur að skilja að hafa báðar hendur á ár- unum. Það var með naumindum að ég hafði tíma til þess að leggja inn árarn- ar og ná í stöngina áður en hún rann aftur úr bátnum. Mér varð þegar ljóst, að hér var vænn fiskur og hugsaði með mér að nú væri bezt að fara varlega og að engu óðslega til þess að missa nú ekki af þessum góða drætti, því að eins og kunnugt er eru vænir silungar fremur fágætir þar. Þegar stríkkaði á línunni fór silungurinn að stökkva í háa loft upp úr vatninu; þetta var urr- iði á að gizka þrjú til fjögur pund að þyngd. Ég vatt varlega upp á hjólið, stríkkaði línuna og kom silungurinn eft- ir nokkurt þóf hér um bil að bátnum og var hann þá farinn að spekjast til muna. En nú var annað verra á ferð- inni. Eins og ég gat um var norðvestan FRAMH. Á BLS. 36. 33

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.