Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Blaðsíða 4

Veiðimaðurinn - 01.06.1940, Blaðsíða 4
Eftir Einar Benediktsson Grein þessa um laxveitSi ritaSi Einar Bene- diktsson skáld skömmu fyrir síSustu aldamót. Greinin er svo meistaralega skrifuS, a8 sjálf- sagt þótti aS birta hana hér í fyrsta tölublaSi af málgagni íslenzkra lax- og silungsveiSi- manna. Greinin er prentu’Ö upp úr „Sögur og kvœÖ“, me8 leyfi útgefanda. Við göngum á svig við tvo, þrjá beztu veiðistaðina. Stangirnar yfir öxlina og öngulinn kræktan neðst niður í hjól. Færið smellur saman við hina reyrmjúku stöng svo hvín í við hvert spor. Sólin er að koma upp í röku þokuskýi, rétt yfir austurásnum, og breiðir skrúðskikkju gullroðna með kvikulum litaskiptum yfir árbakkana; þeir eru grasgrónir niður í vatn með loðnum engjabekkjum, móum og hraun- rjóðrum frá báðum löndum. Jörðin er öll í einu úðabaði; stráin drúpa við steina og þúfur, meyr og þung, með glitrandi perlusveiga af næt- urdögg. Þetta er skínandi fagur morg- un. Loftið er svo himinhreint og hollt. Allir fuglar kvaka af gleði, og áin suð- ar og syngur svo langt sem eyrað heyr- ir. Við göngum þegjandi upp með, fram hjá melbörðum og holtum, þang- að til við skiftum okkur í tvö laxalón, sem liggja saman með stuttum lygnum ál í milli. Maðkurinn spriklar á oddinum, teyg- ir sig og fettir eða skreppur í hnút og vefur sig svo utan um krókinn, sem er kappbeittur frá agnúa upp að spaða. Það er til einskis að bjóða laxinum minna en það mesta og bezta, sem kom- ið verður á járnið. Hann er þóttafullur alvörufiskur, sem aldrei lýtur að litlu, sé annars kostur, og um þetta leyti er hann stríðspikaður úr sjónum, en áin full af æti. Félagi minn er Frakki, hárfínn og snyrtilegur. Hann vill ekki snerta á maðki, og leiðist líka að tefja sig á að egna öngulinn. Ég heyri hvininn af færinu hans, snöggt og snarpt með jöfnum bilum. Hann fleygir flugu manna bezt, sem ég þekki. Ég hef séð hann kasta móti vindi, hálfa leið út á breiðasta hylinn, sem til er í ánni, og það er ekki vandalaust. — Auk þess ber hann sig vel við stöngina. Nú vagg- ar hann sér í mjöðmunum, stígur þungt á annan hælinn, og hallar sér hægt og fimlega aftur á bak. Svo lyftir hann stönginni hægt og hægt og dregur flug- una að sér í skorpunni eftir endilöngu lóni, eins og á að vera. Ég geng fram á stóran stein, sem stendur í ánni rétt við bakkann, spöl- korn fyrir ofan lónið. í miðri ánni er flúð undir vatnsborðinu, breið og mik- 2

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.