Veiðimaðurinn - 01.03.1952, Page 5
og að þeir muni betur björtu stundirnar
heldur en hinar. Þetta er ein a£ náðar-
gjöfum lífsins, þegar á það er litið, að
hugljúfar nrinningar um horfna gleði-
daga eru það eina, sem suniir eiga eftir
að lokum. Við vitum aldrei hvenær við
missum tækifærin til þess að iðka það,
sem við liöfum mesta unun af. Það getur
lrorið að liöndum, þegar við erum sízt
við því búin. Þá eru aðeins minningarnar
eftir, og því meir sem við höfurn vanið
okkur á viðdvöl í þeim heimi meðan allt
lék enn í lyndi, því betur getum við un-
að þar þegar aðrar leiðir lokast.
Þegar við íörum að athuga veiðiáhöld-
in fyrir vorið, kemur ýmislegt í Ijós, sem
lagfæringar þarf. Okkur finnst það
t. d. ergilegt að missa fallegan fisk vegna
þess að maður er með gamalt girni, sem
slitnar, eða gallaða flugu, sem réttist
upp eða brotnar, þegar á liana reynir.
Þá er það ekki síður gremjulegt e£ eitt-
hvað reynist vera að stönginni, þegar
komið er á veiðistaðinn, t. d. laus liólk-
ur, bilaður toppur o. s. frv. Þetta eru allt
hlutir, sem við getum oftast nær kennt
sjálfum okkur um, ef þeir koma fyrir.
Við höfum nægan tíma til þess að at-
liuga þetta yfir veturinn. Við getum ver-
ið búnir að líta á flugurnar, taka úr
boxinu þær sem brotnar eru eða skennnd-
ar, og gömul, varasönr girni er ekkert
annað við að gera en fleygja þeim. Steng-
urnar og lijólin má líka láta laga, ef við
getum það ekki sjálfir, og línurnar er
einnig nauðsynlegt að atliuga svo vel, að
ekki leynist þar gallar, sem gætu eyði-
lagt fyrir okkur veiðiferðina — e£ til vill
þá einu sem \ ið eigum kost á að fara á
sumrinu.
Einhverjum, sem línur þessar les, mun
nú vafalaust detta í hug, að þetta séu
óþarfar áminningar, því að hér sé um
liluti að ræða, sem liver veiðimaður
viti. Já, \ ið viturn nú margt, sem eigi
virðist ástæðulaust að minna okkur á,
eigi að síður. Og svo er alltaf fjöldi nýrra
manna að bætast í „stéttina“ á liverju
ári, en þetta er einmitt eitt af þeim und-
irstöðuatriðum, sem aldrei verða of oft
brýnd fyrir þeim, sem eru að byrja. Og
reynslan hefir þráfaldlega sýnt, að við,
sem lengra erum komnir getum gleymt
þeim. Snyrtimennskan og hirðusemin
eru hverjum veiðimanni nauðsynlegir
eiginleikar, og liafi liann ekki tamið'
sér þá áður, verður liann að gera það
þegar hann fer að stunda veiðiíþróttina,
því að öðrum kosti öðlast liann aldrei
fullan skilning á gildi liennar né nær
þar þeim árangri, sem liann óskar.
★
Sólin er sífellt að liækka á lofti —
„hænufetunum“ fjölgar stöðugt. Við er-
um þegar komnir fram yfir jafndægur
á vori og liöldum brátt inn í ríki sólríkra
daga og síbjartra nátta. Óskalönd okkar
veiðimannanna fara bráðum að búast
nndir komu okkar. Konungur fiskanna
fer senn að lialda lieiin. Framundan er
fegurð og töfrar hinnar íslenzku sumar-
náttúru og heillandi átök við harðsnúna
og ljónstygga laxa. En áður en að því
kemur verða einhverjir ykkar, ef til vill,
búnir að þreyta leik \ ið lífmikla sjóbirt-
inga og liðka ykkur undir sumarið. Og
vonandi rætast draumar okkar allra utn
fallega fiska og friðsæla hamingjudaga.
Gleðilegt sumar.
liitstj.
VmniMAÐURINN
3