Veiðimaðurinn - 01.03.1952, Blaðsíða 20
frffiðín forsmóð.
Það eru engar ýkjur þótt ég haldi þ\ í
fram, að B. kapteinn, vinur minn, hafi
stundað laxveiðina eins og leiðinlega
vísindagrein, þangað til einn góðviðris-
dag í júlí s. 1. sumar, er ég álpaðist með
honum niður að ánni. Við höfðum þá
veitt saman 10—12 ár, og mér hefði ekki
komið það á óvart, þótt eitt vísindaritið
enn hefði bæzt við öll þau kynstur, sem
til eru nú þegar af veiðibókmenntum, og
framan á kápunni hefði vinur minn
brosað vingjarnlega við hinum fávísa
kaupanda.
Þegar ég kem að ánni, læt ég mér
nægja að gá að, hvort viss steinn sé upp
úr vatninu eða ekki. En frá sjónarmiði
B. er það álíka nákvæmni eins og að ætla
sér að stjórna hernaðarsvæði eftir blað-
síðu úr skólalandabréfi. Hann þarf að
mæla vatnsmagnið og hitastig lofts og
vatns, athuga vindstöðuna, birtuna, ský-
in, litinn á vatninu og straumhraðann.
Þetta færir hann svo allt inn í doðrant,
sem er á stærð við heila herfylkisbók og
fyllir að mestu leyti út í veiðipokann
hans. Að lokum dregur hann svo þessar
athuganir saman í einskonar fræðisetn-
ingu, sem mælir fyrir um stærð og teg-
und flugunnar, sem hann á að nota.
Þegar hann hefir lokið við að semja
„ritualið“, eru örlög fisksins nokkurn
veginn ráðin. Og þegar hann fær fisk,
sem ég játa að kemur iðulega fyrir, þá
held ég að hann vaki meiri hluta nætur
við vigtun, mælingar, skrásetningu, út-
reikninga og áætlanir.
Þennan fagra júlídag, sem ég nefndi,
var ég að ráða það við mig, þegar ég
hafði lokið við að borða, hvort ég ætti
heldur að fara í gönguferð með green-
heart-stöngina mína eða reita arfa úr
ávaxtagarðinum. F.n í því hringdi B. til
mín.
„Vatnshæðin í ánni er 2 fet og 6 þuml.
og nógur fiskur“, sagði sérfræðingurinn.
„í fyrra fékk ég fimm á tveim tímum
í svona vatni. Taktu með þér litlar flug-
ur. Við hittumst við hylinn".
Hann var korninn þangað á undan
mér og var í óða önn að srnyrja línuna
sína.
„Vatnið er miklu heitara en loftið",
tilkynnti hann. „Þú verður því að nota
smurða línu. Og í þessari birtu áttu að
byrja með Silver Wilkinson nr. 8“.
Ég muldraði í auðmýkt einhver þakk-
arorð og fór að búa mig út, því að mér
var það fyllilega ljóst að nákvæmar rann-
sóknir höfðu verið framkvæmdar, fræði-
setningin samin og hin réttu vopn valin.
Hylurinn er stór og tökustaðirnir
margir, svo þar er n<>g rúm fyrir tvær
stengur. V7ið vörpuðum ldutkesti og
B. átti valið og kaus sér neðri hlutann.
Fyrst eftir að ég byrjaði að kasta var
ég alltaf að skotra augunum í áttina til
B„ því að ég bjóst við að heyra hann
hrópa á lwerri stundu: „Hann er á!“
18
Veiðimaðurinn