Veiðimaðurinn - 01.03.1952, Qupperneq 26

Veiðimaðurinn - 01.03.1952, Qupperneq 26
Frá síðasta félagsfundi. leiQtm Á Miðfjarðftrá. Hinn 5. feln'. s. 1. var boðaður skyndi- fundur í S. V. F. R., til þess að taka ákvörðun um Miðfjarðará. Þrátt fyrir lítinn fyrirvara sóttu fundinn um 100 félagsmenn. Formaður rakti forsögu Miðfjarðar- ársamninganna. A síðastliðnu hausti lágu fyrir 6 tilboð í ána. Hafði stjórn S. V. F. R. boðið 68 þús. krónur í hana, en tvö tilboð voru hærri, — 75,000 kr. boð frá Flugfélagi íslands og 70,000 kr. boð frá stangaveiðifélögunum í Borgarnesi og Stykkishólmi. Á fundi áreigenda hafði verið gerð ályktun, þess efnis, að öll til- boðin væru óaðgengileg og samþykkt að leita frekari samninga á grundvelli hæsta tilboðsins. Var m. a. tilskilið að vænt- anlegur leigutaki legði fram fé til klaks, að ákvæði um vísitöluhækkun yrði tekið í samninginn og að veiðitími yrði helzt ekki nema til 20. ágúst. Þannig stóð málið er aðalfundur S. V. F. R. var haldinn. Komu þar fram mjög ákveðnar raddir um að félagsstjórnin at- hugaði enn möguleika á því að ná samn- ingum um ána. Stjórnin vildi þó að at- huguðu máli ekki eiga þátt í frekara kapphlaupi um ána. Hinsvegar náði hún samningum um samvinnu við fyrri leigj- endur, sem höfðu rétt til að ganga inn í hæsta tilboð. Gerðist nú ekkert, fyrr en fulltrúi Mið- firðinga kom suður síðast í janúar. Hafði 24 hann meðferðis nýtt tilboð frá Borg- nesingum o. fl. til þriggja ára. Sam- kvæmt því skyldi áin kosta 80.000 krón- ur, miðað við veiði til 20. ágúst og þó 5000 kr. betur, ef tiltekin hækkun yrði á vísitölu. í viðtölum við stjórnina og fyrri leigutaka gaf samningamaður Mið- firðinga kost á síðustu 11 ágústdögun- um fyrir 5000 kr. að auki. Samkvæmt þessu myndi áin kosta 85—90 þús. Jafn- framt var upplýst, að veiðihúsið, sem óhjákvæmilegt yrði að taka á leigu, mvndi kosta 8—9 þús. á ári, þannig að heildar- kostnaðarverð yrði aldrei lægra en 93 þús., en líklegt að það færi upp í 98—99 þús. á þessu eða næsta ári. — Taldi stjórnin að veiðidagurinn ntyndi sam- kvæmt þessu með fæði og húsnæði verða að kosta 260—280 krónur. Lá nú fyrir fundinum að ákveða, hvort félagið ætti að ganga inn í slíka samninga, ásamt fyrri leigutökum. Eng- inn fundarmaður talaði með því að samið yrði, en ýmsir á móti, þar á meðal menn sem stundað höfðu veiði í Mið- fjarðará, en lýstu því yfir, að þeir myndu ekki fara í hana fyrir þetta verð. Niður- staðan varð sú, að fellt var með öllum þorra atkvœða gegn fjórum að ganga að þessum kjörum. ★ Eftir þessar undirtektir félagsins ákváðu fyrri leigutakar að neyta ekki Vehjimalurinn

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.