Veiðimaðurinn - 01.03.1952, Page 28
Timburmenn.
Sí og æ er niikið a£ þ\í látið, hve
gaman sé að veiða og njóta náttúrunnar
í fersku og heilnæmu lofti.
Við tölum um, hve dásamlegt sé að sjá
sólina koma upp. Hlusta á fuglasönginn
og horfa á hvítu góðviðrisskýin líða hægt
yfir vorbláan himininn o. s. frv. o. s. frv.
Hver er nú raunveruleikinn? Við skul-
um athuga hann dálítið nánar.
Það er varla að efa, að hver veiðiinað-
ur kemst í sólskinsskap, þegar hann kem-
ur eldsnemma að sínum uppáhaldshyl,
og hittir fyrir fólkið, sem býr við ána,
þar sem það er önnum kafið við stór-
þvott í hylnum, — einmitt hylnum, sem
hann gerði sér mestar vonir um. Þar
yrði nú sjálfsagt fagnaðarfundur.
Þá slær nú ekki miklum skugga á
skapið, þótt við rífum nýju stígvélin í
hengla á blessuðum gaddavírnum, á leið
milli hylja.
Við erum auð\ itað í sjöunda himni,
þegar laxinn sem við eruni að
landa, syndir rólega út í strauminn aft-
ur og hverfur, vegna þess að háfurinn
festist í girninu og hvorki varð dregið
írant né aftur.
Já, það er ekkert lát á dásemdunuin.
Fjörið og ánægjan dvínar ekki, þótt við
förum á kaf í dýpsta stokkinn í ánni, svo
aðeins sér á iljarnar, og ekki óeðlilegt,
þótt við heilsum gltiðu brosi, þegar oss
hefir verið „landað“ aftur.
Það er eingöngu af því, að við erum
ráðsettir menn, að við dönsum ekki á
26
bakkanum a£ einskærum fögnuði, yfir
s\ona skemmtilegum morgni.
Við rötum nú ekki á hverjum
degi í svona æfintýri. Nei, mörg þeirra
eru ósköp hversdagsleg, eins og það
smáræði að gleyma fluguboxinu
heima, eða brjóta toppinn af stöng-
inni um leið og við stígum úr bílnum.
Svo maður nú ekki tali um, þegar allt
liefir farið úr brauðkassanum og liggur
í einum graut í pokahorninu, en að lok-
inni máltíð finnst maðkadósin loklaus
og innihaldið á hreyfingu á pokabotnin-
um.
Þá er ekki amalegt, þegar báðar töl-
urnar rykkjast af buxnabakinu, um leið
og laxinn tekur harðasta sprettinn til að
sleppa. Þá megum við ekki gleyma ánægj-
unni yfir að fá vænan ál, vel flæktan í
9 feta girni, sérstaklega ef það var nú
eina góða girnið, sem við höfðum með.
Þá erum við ekki að gera okkur rellu
útaf smámunum eins og því, er 40
metrar af beztu Hardy’s Iínu hverfa að
fullu og öllu í djúpið.
Já, við syngjum og tröllum, þótt við
verðum ekki beins varir allan daginn.
En loks verðum við að fara lieim. Við
erum að vísu fisklausir, blautir, kaldir
og sársvangir, en allt er þetta mjög
ánægjulegt.
Þegar heim kemur, er konan farin út.
Eldurinn kulnaður — og kötturinn hefir
komizt í kvöldmatinn. — En þá skreið-
umst við bara í rúmið með alveg óbland-
Veiðimaðurinn