Veiðimaðurinn - 01.03.1952, Blaðsíða 8
mér hefur verið unt, einmitt í þeim til-
gangi, að vita hvort hann væri vatna-
fiskunum hættulegur. í þessum athugun-
um hefi ég einmitt komist að hinu gagn-
stæða. Vil ég nú reyna að færa fram
nokkur rök máli mínu til stuðnings. Eins
og mönnum er kunnugt, þá heldur land-
selurinn sig að mestu í sjónum á vet-
urna. Þar hefir hann sína fæðu. Þegar
hann kemur upp í árnar á vorin, til
þess að kæpa, er hann mjög feitur og
Jrriflegur. Kvendýrið hefir t. d. um 2
tommu spiklag utan um líkamann. Á
haustin, þegar hann fer til sjávar, er hann
orðinn svo magur að varla er ljós ögn
á kroppnum á honum. Er nú nokkur
maður svo vitlaus, að halda því fram, að
hann væri svona magur, ef hann hefði
gnægð að borða af jafn kjarngé>ðri fæðu
og laxinn er. Þessi eina röksemd mætti
nægja til að kollvarpa þeirri kenningu,
að selurinn lifi mikið á laxi yfir sumar-
mánuðina. En fleiri dæmi mun ég nefna,
Jrví af nægu er að taka. Eg hefi dregið
vitlausan sjóhirting, þegar selur hefir
synt fyrir utan mig í álnum, án J>ess að
hann gerði neina tilraun að fá sér bita.
Þetta sama sagði mér maður, sem var að
veiða í Héraðsvötnmn. Af Jressu gæti
maður dregið þá ályktun, að selurinn að-
eins styggi silunginn eitthvað upp að
landinu. Ef selur kemst upp á að éta úr
netum, getur hann orðið J>ar slæmur
gestur. Ekki dettur mér í hug að halda,
að jafn gætin og varfærin skepna og
selurinn er myndi leggja sig niður við
slíkt, ef hann gæti tekið gnægð af laxi
í ánni'. Rándýr leggst yfirleitt ekki á
dauðar skepnur, ef gnægð veiðifanga er
fyrir hendi. Það hefir stundum sést, J>eg-
ar selur hefir verið að elta laxa. Leik-
urinn hefir ævinlega endað á einn veg
(að sögn sjónarvotta) að sá síðarnefndi
vinnur leikinn á þann einfalda hátt,
að „stinga selinn af“, þ. e., ef selurinn
nálgast um of, þá stekkur laxinn langt
uj>p í loftið og kemur niður langt fyrir
aftan selinn. Af því gæti maður dregið
þá ályktun, að hann láti ekki ,,nappa“ sig
svo auðveldlega með einföldum eltinga-
leik. Öðru máli myndi kannske gegna ef
laxinn kæmist í eitthvert aðhald.
Ég hefi verið við að drepa og flá nokk-
ur hundruð seli um æfina og aldrei ordið
var við leifar af laxi cða silungi i einum
einasta rnaga. Maginn í þeim hefir æfin-
lega verið sarnan skropj>inn á stærð við
lítinn mannshnefa. En á hverju lifir þá
selurinn yfir sumarmánuðina?, munu
menn spyrja. Og því er jafnframt fljót-
svarað. Ég gat um það hér að framan, að
hann kæmi feitur og bústinn í árnar á
vorin, en færi þaðan magur og mjór.
Hann lifir sem sé á sj>ikinu á sjálfum
sér. En hvernig má }>etta ske?, myndi
margur einnig vilja spyrja. Þetta er alþekt
fyrirbrigði í náttúrunni. Einfaldasta
dæmið er bjarndýrið, sem sefur fleiri
mánuði matarlaust í hýði sýni. Nii vill
svo til að ég hefi veitt því eftirtekt, að
selurinn sefur afar mikið. Eg hefi séð
dag eftir dag sömu lié>j>ana, með sömu
tölu, sofandi á sörnu eyrinni í ánni,
verði þeir ekki fyrir styggð.
Eg þykist néi hafa fært allmikil rök
að því, að selurinn sé ekki skaðlegur lax-
stofninum í ánum, og mætti þé> tína
margt fleira til, en ég álít þess enga
J>örf, því að við þá menn sem láta sér
þetta ekki nægja, munu yfirleitt engin
rök duga. Það er nú svo, að J>egar
menn eru orðnir fyrirfram sannfærðir
6
Veuhmaðurinn