Veiðimaðurinn - 01.03.1952, Side 10

Veiðimaðurinn - 01.03.1952, Side 10
scl verið rannsakaður?) Og livað skeði? Fuglarnir iifðu eklii á seiðunum úr ánni, heldur eingöngu á ránfiskum eða krabba- dýrurn, sem svo aftur lifðu á seiðunum, sem komn úr ánni og leituðu til sjáv- ar. Eftir því sem fuglunum fækkaði, blómguðust þessi kvikindi og tóku til sín meiri hluta seiðanna á ieið þeirra til sjávar. I>að verður svo dundur fyrir þessa kynslóð þarna, að byggja það upp, sem sú síðasta reif niður af vanþekkingu sinni. Eg \ ona að þetta þurfi ekki frekari skýringar \ið. Sagan er táknræn upp á ísl. selinn. Hvaða rannsókn var hitin fara frani áður en stigið var það óheilla- spor, að eyða honum úr fiskiauðugustu ánum? A vesturströnd Ameríku eru lax- auðugustu ár heimsins. Þar eru líka stærstu selalátur, sem til eru í víðri ver- öld. Þar kemur Kyrrahafsselurinn í hundruðum þúsunda til að kæpa við ströndina. En laxamergðin er svo niikil, að stórar hrannir liggja af dauðum laxi við árósana og fuglinn fær ekki torgað nema litlu einu. En nppi á Islandi ern menn, sem segja að þetta geti ekki farið saman. Ég álít að hlutverk selsins í ánum sé í fyrsta lagi að reka á eftir laxinum upp árósana, í öðru lagi, að reka á eftir hon- um upp í þverárnar og hrygningarstöð\- arnar, og í þriðja lagi, að útrýma ýmsum ránfiskum, sem eru \ið árósana og til- búnir að taka seiðin, er þau koma úr ánum á vorin; og vil ég nú gera þessum þrem atriðum dálítil sk.il. Ég hefi áður sagt að lax muni vera hræddur \ ið sel, líkt og fé er hrætt við hunda. Maður einn sagði mér eftirfar- andi sögu: Hann var staddur \ið ósana á Haffjarðará, sem mun, miðað við stærð, vera ein fiskiauðugasta á Jandsins. Hún \ ar ræktuð upp með klaki á fáum árum, en nægur selur hefir þar griðland fyrir utan, friðaður fyrir skotum og öðrurn veiðivélum. (Og svo fullyrðir Þór Guð- jónsson að klak komi að litlu gagni við fiskirækt). Veðrið var gott, rjómafogn og k\ öldsett orðið. Allt í einu sá hann stóra laxatorfu koma á mikilli ferð og demba sér hiklaust upp í ána, en aftast virtist fara einn stakur lax, og var sefsi alveg á liælunum á honum. En á síðustu stundu brá laxinn sér í háaloft o<> kom niður o langt fyrir aftan selinn, sem varð ringl- aður af öllu, og náttúrlega missti af lax- inum. Ef þú, lesandi minn góður, kemur eitt- hvert góðviðriskvöld í júlímánuði inn að Elliðaárvogi, þá gæti verið að þú sæir sjón, sem þú gleymdir seint. Það gæti verið að þú sæir ekki neitt fyrst, en allt í einu stekkur upp lax á voginum og síðan koma fleiri, og allt í einu er stórt svæði kvikt af líii, þar sem hundruð og þús- undir laxa lilaupa upp í loftið. En livað verður þá um allan þennan fisk?, munu menn spyrja, þegar aðeins 3—4 þúsund ganga í ána. Þessu er fljótsvarað. Það kemur ekki upp í ána nema lítill lduti ]\ess, sem er fyrir utan. Það vantar sem sé einn hlekk í keðjuna. Það mun vera lítið um sel í nágrenni Reykjavíkur. Eyrir 100 árum var veiðin t Elliðaánum 18—20 þúsund á ári og virtist ekki fara þverrandi. En þá var nægur selur á sundunum við Reykjavík, og minna ttm „sportskyttur“, heldur en nú er. Og þá voru ekki látin laxaseiði í ána svo hundruðum þúsunda skipti. Hvernig skyldu árnar líta út núna, ef klakið ekki bjargaði? 8 Veibimaðurinn

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.