Veiðimaðurinn - 01.03.1952, Page 25
flfffflffH
Uxomíiuií.
Vlgltindur Möllur talar fyrir minni kvenna.
Það ei' sönnun þess, að mannfagnaður
liafi tekist vel, e£ fólkið fer strax að
hlakka til þess næsta. Þessu er ávallt
þannig farið um árshátíðir S. V. F. R.
Það sýnir hvortveggja: að menn eru
ánægðir með skemmtiatriðin og að veiði-
menn eru fólk, sem kann að skemmta
sér.
Hittumst öll heil á næstu árshátíð
S. V. F. R.
Sungið undir borðum á árshátíð
S. V. F. R. 9. febr. 1952.
(I.ag: Þegar hnígur Inini að þorra).
Nú skal dreifa drtinga úr sinni
og drekka laxa minni.
Við glæðnm gömul kynni
og gleðjumst öll i kvöld.
Kom þú heill úr hafsins sölum
þegar hlýna fer í dölum.
Við siðan saman tölum
og sjdum hvernig fer!
Meðan til er Brot og Breiða
og bláir hyljir seiða,
„ég vil út“, já út til veiða
um ísland þvert og langt.
Meðan hœngar dást að hrygnum
og heimskir dorga i lygnum,
þá skal veiðhetjum hyggnum
til heiðurs drukkin skál.
Meðan völ er vænna kvenna
og vötn til sjávar renna,
þá skal veiðivonin brenna
i vaskra drengja sál.
V. M.
Vfidimadumnn'