Veiðimaðurinn - 01.03.1952, Page 11
Þá komum \ ið að því atriði, að selur-
inn reki laxinn upp á hrygningarstöðv
arnar. Heyrt liefi ég mann halda því
fram xið mig, að slíkt komi ekki ti)
greina, að þar þurfi nokkurra utanað-
komandi áhrifa að <';eta á laxaaönguna.
O O O
Eðlishvötin sé svo sterk, að ekkert nema
beinar fyrirstiiður hindri laxinn í að
komast á þ;er stiiðvar, sem hann sá
fyrst dagsins Ijós. Honum sé sem sagt
fífsnauðsyn að losna við hrognin. Fyrir
nokkrum árunr var gerð merkileg til-
raun í klakstiiðinni t ið Elliðaárnar, sem
afsannar þessa skoðun algerlega. Teknir
voru nokkrir laxar, sem komnir voru að
gotum og látnir í vírgirðingu. Þeir liöfðu
þarna góð lífsskilyrði, en engin skilyrði
til að hrygna. Nú leið og beið, en ekkert
h(')laði á því, að þeir ætluðu að hrygna.
Að lokum voru þeir drepnir. Þá kom í
ljós, að hrognin í þeim voru orðin ólík
venjulegum hrognum. Þau voru orðin að
nokkurskonar vatnshlaupi. En fiskarnir
hcifðu ekki sjáanlega lagt neitt af. Þessi
tilraun þykir mér fyllilega sanna, að
sá möguleiki sé fyrir hendi, að laxinn
lnygni ekki, hafi liann ekki eðlileg skil-
yrði til þess. Fyrir rúmum áratug var
ntestöllum sel, illu heilli, útrýmt úr
Olfusá. Fyrir 3—4 árum brá svo undar-
lega við, að mergð af laxi virtist liggja
allt sumarið fyrr neðan brúna á Selfossi.
Þeir, sem kunnugir eru þarna staðhátt-
um, vita, að þetta hefir ekki skeð fyr í
manna minnum, og þarna eru engin skil-
yrði fyrir hrogn að klekjast út. En skýr-
ingin á þessu fyrirbrigði var sú, að eng-
inn selur lvafði komist þarna uppeftir um
sumarið. Fyrir nokkrum árum, var mikil
stangaveiði neðst í Soginu á vatnamót-
um Sogs og Hv.ítár, og var búin að standa
viku tíma. Þá hverfur öll veiði allt í einu
snögglega, cn allt fyllist af laxi á efra
svæði Sogsins, þ. e. á hrygningarstöðv-
unum. Skýringin á þessu var sú. að selur
sást þarna á vatnamótunum. Auðvitað
urðu stangaveiðimennirnir vitlausir og
c'jskuðu kobba til neðsta vítis, en stofn-
inurn var borgið það árið. Selnum var
útrýmt á mjög sóðalegan hátt á einum
degi í Hvítá í Borgarfirði. En hvað skeð-
ur? Margar þverár, sem voru svo fullar
af fiski, að botninn var bókstaflega svart-
ur, eru nú svo til laxlausar, án sjáanlegr-
ar ofveiði.
Þá látum við útrætt um þetta og tök-
um fyrir þriðja atriðið, þ. e. að selurinn
útrými ránfiskum við árósana. Eg vil þá
fyrst vitna í dæmið frá Ástralíu. Gæti
ekki slíkt átt sér stað með selinn? Hann
heldur sig einmitt mikið við árósana
seinni hluta vetrar og snemma á vorin,
einmitt þegar seiðin eru að ganga til sjáv-
ar. Fyrir nokkrum árum voru merkt 400
laxaseiði í Korpúlfsstaðaá og sleppt síð-
an. 3—4 dcigunt seinna veiddist þyrskl-
ingur úti á Viðeyjarsundi. Og hvað hald-
ið þið að liafi fundizt í maga hans?
Það var hvorki meira né minna en eitt
af þessum 400 merktu seiðum. Ætli mörg
af þeim hafi komizt til fullorðinsáranna?
Ætli það hefði skaðað þarna, að nokkrir
tugir sela hefðu haft griðland úti í sund-
nnum.
Eg þykist nú hafa fært allgild rök að
því, að selurinn sé í 1. lagi skaðlaus
vatnafiskunum, og í 2. lagi, að hann sé
beinlínis nauðsynlegur liður í þróun
og viðgangi fiskiræktarinnar, og það sé
ekki aðeins ástæðulaust að kosta upp á
útrýmingu á honum, heldur blátt áfram
stórskaðlegt. Fiskiræktar- og veiðifélag
VeIÐIMAÐURINS
9