Veiðimaðurinn - 01.03.1952, Blaðsíða 19
„móðurám“ fyrir aðrar laxveiðiár á land-
inu. — Við þessar ár ætti að setja upp
eins fullkomin og afkastamikil klakhús
og kostur er á. Þaðan á svo að dreifa
seiðunum í milljónatali í allar aðrar
ár á landinu, ár eftir ár, unz markinu er
náð. Á sama tíma væri sjálfsagt að koma
á klakskiptum við Skotland og Noreg,
úr þeim ám þar, sem laxinn er vænstur.
Er ekki ósennilegt að með slíkri starf-
semi mundi fást ómetanlegur og kær-
kominn fróðleikur um göngur og þroska-
ár laxanna, ef samtímis færu fram merk-
ingar og aðrar, ef til vill fullkomnari,
aðferðir til að komast að hinum ennþá
tiltölulega óþekktu ferðurn þessa undur-
samlega fiskjar — rneðan hann dvelur í
djúpi hafsins“.
,, Ekki er því að neita að þessar uppá-
stungur þínar eru mjög svo freistandi, en
heldurðu ekki að erfitt sé að koma þeim
í framkvæmd?“
„Jú — vafalaust. Það hefir alltaf verið
og er erfitt að koma stórum málum fram.
En erfiðleikarnir eru til þess að reyna að
sigrast á þeim, en ekki að láta þá buga
sig. Og eins og þú veizt sjálfsagt af eigin
reynslu, þá eru skoðanir í þessum mál-
um oftast jafn-margar og mennirnir, sem
um þau fjalla hverju sinni — og ekki
bætir það úr skák — að hér er oft um
að raða tilfinningamál, sem vilja oftast-
nær bera skynsemina ofurliði".
„Nú, en hverjar eru þá tillögur þínar
til úrlausnar?“
„Það er nú ef til vill of snemmt að
gera þær að umtalsefni strax — enda álít
ég að þær séu ekki eins vel undirbúnar
af minni hálfu og ég vildi vera láta. En
til þess að skapa frekari umræðugrund-
völl um þetta mál, vildi ég leggja þetta
fyrir:
Laxveiðimenn hafa nú stofnað með
sér heildar-hagsmunasamtök um allt
land, Landssamband íslenskra stansrveiði-
manna, sem er myndað af félögum þeim
og einstaklingum, er hafa árnar á leigu.
Heildarsamtök þessi eiga að gera þetta
mál að aðalviðfangsefni sínu, rannsaka
það til hlítar — og að þeim rannsókn-
um loknum leggja fyrir Alþingi ann-
arsvegar og fiskiræktarfélög bænda hins-
vegar — nákvæmar kostnaðaráætlanir um
jjað, hvað framkvæmdir þessar kosti og
tillögur um, hvernig leysa megi þær á
skynsamlegastan hátt. Má þá tiltölulega
fljótt ganga úr skugga um það, hvort hér
er verið að færast of mikið í fang — og
hvort tilgangurinn sé ekki þess verður,
að miklu sé fyrir hann fórnandi.
Eins og við vitum báðir, er hér svo
yfirgripsmikið og freistandi verkefni, að
þess er enginn kostur að gera því nokk-
ur skil í einu blaðaviðtali. En ég á bágt
með að trúa því, að stór hópur þeirra
manna, sem dvalið hafa við hin undur-
fögru straumvötn okkar. hafi ekki oft lát-
ið hugann reika um fornar slóðir, þar sem
veiðistöngin var unnustan, laxinn mark-
miðið, og fundizt eins og mér, að mikið
mætti leggja í sölurnar til þess að gera
ánægjuna meiri, veiðivonina öruggari —■
draumana fegurri — veiðivötnin stærri
— gera landið okkar enn dásamlegra“.
Þannig lauk samtali okkar „gamla“
og „nýja“ ritstjórans, um þetta fjölþætta
efni.
Nú er orðið laust, og Veiðimaðurinn
opnar síður sínar fyrir öllum jjeim, er
leggja vilja orð í belg um „hjálpina" við
laxinn og árnar.
Veiðimadumnn
17