Veiðimaðurinn - 01.03.1952, Side 12

Veiðimaðurinn - 01.03.1952, Side 12
Árnesinga var stofnað fyrir rúraum áratug. Tilgangur þess var aðallega sá, að auka fiskigengd í Ölfusá. Iíinn liður- inn, og líklega sá, senr stjórnarnefndar- mennirnir bjuggust \ið skjótustum árangri af, var að útrýma selnum úr ánni. Mörgum tugum þúsunda hefir ver- ið varið til þessa verks, og því miður nteð allmiklum árangri. En ltver er svo uppskeran af verkinu? Öll veiði í ánni mun nú vera sem svarar \eiði að 2—3 góðum veiðijörðum áður en félagið var stofnað, og virðist fara ört minnkandi. Hvað hafa Borgfirðingar uppskorið úr sinni útrýmingarherferð?, og svo mætti lengi telja. Eg hugsa að ekki muni vera hægt að benda á eitt einasta dæmi þess, að fiskur hafi aukizt í á, sem sel hefir verið útrýmt úr, nema kannske marg- háttaðar friðunarráðstafanir hafi fylgt. Geti einhver bent mér á það, væri mér það nrjög kærkomið. Fyrir nokkrum ár- um tóku menn af Akranesi á leigu fisk- lausa á vestur í Dölum, sem Fáskrúður er nefnd. Þeir settu þegar talsvert klak í hana. Og af því að Akurnesingar eru vf- irleitt duglegir og skynsamir menn, hugs- tiðu þeir sér að láta nú náttúruna eina um hituna — aðeins að hjálpa henni af stað. Þeir lögðu blátt bann við að skjóta eða eyða sel við árósana. En það ótrú- lega skeði. Þegar fylling tímans var kom- in, fylltist allt af laxi, þegar af 1. árgang- inum. Það var a. m. k. betri árangur en margir geta sagt, sem fiafa verið að reyna með miklum kostnaði og fyrirhöfn að rækta upp ár sér til gagns og skemmtun- ar. Jæja, þetta er nú orðið lengra mál en ég í upphafi hafði ætlað mér. En gam- an hefði þó verið að gera þessu enn fyllri skil, því að af nægu er að taka. Ég rita þessar línur í þeirri von, að það geti upp- lokið augum einhverra, sem kannske í fáfræði og þekkingarleysi hafa unnið að því, að raska lögmálum náttúrunnar. Slíkt hefir ætíð reynst hættulegt. Hún er hefnigjörn og lætur aldrei óhefnt, ef lögmál hennar eru brotin. \’ið ætturn nú að fara að geta lært af reynslunni. F.f fiskiræktin á að halda áfram á þessari braut, sem hún nú er á, þarf þessi kvn- slóð ekki að gera sér von um neina veru- lega uppskeru af erfiði sínu. Allsstaðar frá berast fregnir um minkandi veiði, þrátt fyrir friðun og klak og góða með- ferð í alla staði. Ég gat tim það fvrr í greininni, að veiðin í Elliðaánum hafi verið 18—20 jnis. á ári fyrir um 100 árum. Fyrir 60 árum, var hættulegt að ríða yfir Vatnsdalsá, er rökkva tók á haustin. Hestarnir gátu fælst. Mergðin var svo mikil af laxinum. Nú er jietta næstum fisklaus á, þrátt fyrir áratuga íriðtin. Hvað veldur Jiessu? Leitið or- sakanna. Árnar okkar bíða þess, að við skiljum þær og hefjumst handa af skiln- ingi og þekkingu. Þær eru dýrmætur fjársjóður, sem við getum ekki vansalaust sýnt slíkt tómlæti og þekkingarleysi. Það tekur að vísu mörg ár, eða áratugi, að bæta fyrir unnin glappaskot. Hvert ár, sem ekkert er gert, er runnið úr greipum okkar út í tímans haf, og við sjátun það ekki framar. Það, sem gera jiarf, er fyrst og fremst, að láta fara fram hlutdrœgnislausa rann- sókn á áhrifum sels á veiðiár, rannsaka innihald selsmaga o. f 1., sent vísinda- mönnum þykir ástæða til að athuga. 10 Veidimadurinn

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.