Veiðimaðurinn - 01.03.1952, Blaðsíða 31
M
Jrú 09 veruCeiki '
Veiðisaga ein, sem gerðist nýlega, er
þess verð að hún komist í annála. Hnn
er nm t\o menn, sem aldrei höfðu veitt
lax áður. Þeir fengu sér daga í vel þekktri
\eiðiá og leituðu ráðlegginga hjá þeim
vinum sínum, sem mesta reynslu höfðu
í laxveiði. Það vildi svo illa til, að fyrsta
daginn \ar áin nijög mikil, fór stöð-
ugt vaxandi og var auk þess kolmó-
rauð á litinn.
„Gersamlega vonlaust!" sögðu sérfræð-
ingarnir. „Það hreyfir sig enginn fiskur
í þessum flaumi. Hann leitar sér afdreps
þangað til áin fer að hreinsa sig. Og hvað
sem öllu öðru liður, j)á er vatnið s\o
gruggugt að fiskurinn sér hvorki liugu
né maðk, svo maður tali nú ekki uin
erfiðleikana, sem eru á því, að ná til
réttu staðanna og láta beituna berast
yfir þá á réttu dýpi og með réttuni hraða.
Þar að auki sést ekki nióta fyrir hinum
venjulegu tökustöðum eða hyljunum.
Þið munduð ekkert geta veitt í þessari
vatnshæð, Jró að Jtið Jtekktuð ána cins
og fingurna á ykkur“.
Svo mörg voru Jrati orð. Og þar sem
„byrjendurnir" voru bæði greindir og
glöggskyggnir menn, datt þeim ekki í
hug að véfengja \ izku og röksemdir ráð-
gjafa sinna. En þá langaði sarnt til að
reyna að veiða, Jjví til þess voru Jjeir
komnir. Þeir liöfðu \ið hendina allt,
sem til þess þurfti og í rauninni höfðu
Jjeir ekkert annað að gera. Myndi það
nokkuð saka, þótt Jjeir köstuðu nokkr-
um köstum, svona rétt til að æfa sig og
anda að sér hreinu lofti?
Sérfræðingarnir brostn íbyggnir. Það
\æri nú til lítils gagns að æfa sig við
aðstæðurnar þær arna, en hinsvegar væri
það alveg meinlaust gaman!
Þú crt sjálfsagt búinn að ráða í livern-
ig farið hali, lesandi góður. Já, viðvan-
ingarnir koinu aftur frá ánni með ágæta
veiði af nýgengnum liski!
Aðstæðurnar voru ekki nálægt Jj\ í eins
slæmar og búast mátti við. „Sérfræðing-
arnir“ og byrjendurnir vissu það hvor-
irtveggja, að „heppnin er óútreiknanleg;
Jjað eru engar algildar reglur til“. \'ita-
skuld má segja að svona slembilukka
afsanni ekki höfuðreglurnar, sem haldi
gildi sínu lang-oftast, en við þá röksemda-
færslu er þó það að athuga, að það er
oftastnær talið að veðurfarið ráði mestu
um árangurinn, en með því móti verður
niðurstaðan tóm \ itleysa. \'eðrið hefir
að vísu sín áhrif, en þau eru miklu
minni en almennt er haldið. Það er
alltof lengi búið að berja það inn í menn
að „veðrið“ sé aðalorsökin þegar illa
gengur. Og árangurinn er sá, að menn
svíkja sjálfa sig með þessum eilífu bolla-
leggingum og veðuratluigunum. Þeir
blátt áfram ákveða að hanga lieima, af
Jjví að þeinr \ irðist veðrið að einhverju
leyti óhagstætt. Þetta er fásinna.
Þýtt úr ensku.
Vr.Il)IMAÐURINN
29