Veiðimaðurinn - 01.03.1952, Blaðsíða 18

Veiðimaðurinn - 01.03.1952, Blaðsíða 18
allt of lítið af slíkum málflutningi átt sér stað í málgagni okkar. Eða finnst þér það ekki?“ „Ekki get ég neitað því — og vissulega er liér um að ræða málefni, sem margir ættu að silja ræða. Tökum til dæmis stangafjöldann í ánum. Það eru jafnan mjög skiptar skoðanir um það, hvað liver veiðiá þoli margar stengur. Unr netin og önnur slík veiðitæki eru allir sam- mála, að þau þurfa að liverfa, þó að þar sé uin mjög viðkvæmt mál að ræða og við ramman reip að draga víða — enda ekki fáanlegar breytingar í þeim efnum, nema með aðstoð Alþingis. En á sama tíma sem okkur stangaveiðimönnunum finnst sjálfsagt að fjarlægja þessi veiði- tæki — verðuin \ ið einnig að vera kröfu- liarðir um það, að leggja ekki of margar stengur á veiðiárnar. Eða er þetta ekki það, sem þú áttir við áðan?“ „Nákvæmlega eins og ég vildi það sagt liafa. En hér er hvorki tími né ástæða til að fara vit í einstök atriði í þessum efnum. Hinsvegar væri gott, að veiðimenn íhug- uðu þetta mjög vel þar sem þeir þekkja til, og er mér þá ekki grunlaust um að margir myndu komast að þeirri niður- stöðu, að með lióflegu stangaálagi á árn- ar, muni veiðivonin aukast verulega — jafnmargir laxar veiðast úr ánum á færri stengur, með betri meðferð þó — „Þú minntist á það áðan, að ausa þyrfti klaki í árnar. Hér er að vísu sterkt kveðið að orði — en teygjanlegt þó — og hverjar eru þá uppástungur þínar í því efni?“ „Þær gætu verið margar — og í þessum efnum er vafalaust um fleiri leiðir, mis- jafnlega góðar, að ræða. Ég hefi hugleitt mál þetta mikið — því að mér hefir oft á tíðum sárnað, þegar ég hefi liitt að rnáli vini mína og veiðifélaga, sem hafa verið að koma úr veiðiferð, er kostað liefir þá offjár, og ekkert gefið þeim í aðra hönd annað en vonbrigði og leið- indi, vegna algjörs aflaleysis — sem heíði v erið hægt að koma í veg fyrir að nokkru eða verulegu leyti með sæmilegri for- sjálni — fórnfýsi og hyggindum. Það, sem ég á við, þegar ég tók þannig til orða, að ausa þurfi klaki í árnar, er að sérhver laxveiðiá á landinu fái svo mikið af seiðum áriega sem fróðustu menn í þessum efnum telja að hún þurfi mest, um víst árabil, s\o að hún verði sem bezt til stangaveiði —, sem sagt: að ekkert verði til sparað til að auka fiski- stofninn í ánum upp í það mesta, sem hver á getur alið við venjulegar aðstæð- ur, og að síðan megi ekki vanrækja að viðhalda þessum stofni. — Samtímis þessu þarf að hefja skipulagðar tilraunir með það, að fjölga laxveiðiám, setja seiði í ár, þar sem lax hefir ekki áður gengið, og láta ekki bugast þó að árangurinn komi ekki í ljós á fyrsta áratugnum. Hér er um margar ljómandi fallegar ár að ræða, sem of langt mál yrði að nefna á þessu stigi málsins. Og nú kem ég að atriði, sem mér lief- ir jafnan verið einkar hugleikið, en það er, hvort ekki megi bæta stofninn í án- um. Á ég þar aðallega við stærð og þyngd laxanna. Veiðiskýrslur undanfarandi ára bera það ótvírætt með sér, að tvær ár skera sig algerlega úr hvað meðalþyngd veiddra laxa snertir. Eru það Laxá í Þingeyjai'- sýslu og Víðidalsá í Húnavatnssýslu. Vafalaust gegnir svipuðu máli um Sogið. Þessar ;ir vil ég gera að nokkurskonar 16 ' Veidimacurinn

x

Veiðimaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.